Sagnir - 01.06.1992, Síða 16

Sagnir - 01.06.1992, Síða 16
sem var stórstirni á þessum árum, en íslenska blómarósin sem Sonja Henie leikur heitir „Katina Jonsdottir“ í myndinni. Katina hefur allar klær úti til þess að fanga hermanninn og beitir ýmsum bellibrögðum. Og til að bæta gráu ofan á svart og flækja ástarsögu Katinu og Murfins enn frekar leikur Joan Merrill kærustuna sem Murfin yfirgaf í Bandaríkjunum og stingur allt í einu upp kollinum sem söng- kona í Reykjavík. Unnusti Katinu, sem hún yfirgefur vegna hermannsins, heitir „Sverdrup Svensson", leikinn af Sterling Hol- loway. Sverdrup þessi er góðlátlegur auli og svo ámátlegur að næsta ótrú- legt er að hann eigi möguleika í sjálfa skautadrottninguna. Hann hefur beð- ið hennar ríflega þrjátíu sinnum þeg- ar Bandaríkjamaðurinn birtist, en alltaf verið hafnað. A meðan Katina og Murfin eru að draga sig saman sit- ur Sverdrup Svensson síðan eins og hálfbjáni og nagar á sér neglurnar. Þessi sonur Islands þótti sumum landsmönnum hámark svívirðunnar í myndinni og gera Islendinga ákaflega auvirðilega.8 Fjölskylda Katinu kemur talsvert við sögu. Hún rekur kaffistofu í Reykjavík sem er óvenju þrifaleg miðað við slíkar stofur á stríðsárun- um og fór mjög fyrir brjóstið á þeim sem sáu myndina, þótti ekkert eiga skylt við reykvískar fjölskyldur. Þórði Albertssyni, verslunarerind- reka í Washington D.C. sem sá myndina þegar hún var frumsýnd vestra, þótti foreldrarnir koma fyrir og leika sem væru leikararnir „að sýna fjölskyldulíf t.d. í Palestínu, en það tekst ágætlega og er alveg „ekta“ (ég hef sjálfur verið í landinu helga). Undirlægjuháttur, peningaágirnd, níska og alls konar fleðulæti með við- eigandi (óíslenskulegu) handapati er það sem einkennir þessa íslensku f]öl- skyldu.“9 Fjölskyldan fór í taugarnar á fleirum, einkum faðir Katinu, sem Felix Bessart leikur. „The Hays Office“ í Bandaríkjun- um sem gaf grænt ljós á sýningar kvikmynda á stríðsárunum, en vegna styrjaldarinnar mátti ekki sýna hvaða mynd sem var, taldi pabbann illkvitt- inn og ágjarnan. Hann væri ekkert ýkja áhugasamur um velfarnað Kat- inu, vildi miklu fremur koma gift- ingu hennar sem fyrst frá svo Helga gæti eignast hinn auðuga Valtý. í umsögn Hays-stofnunarinnar er m.a. fundið að viðbrögðum pabbans við því þegar Katina segist hafa nælt sér í bandarískan hermann, en þá svarar hann: „Ó, Bandaríkjamann! Hann hlýtur að vera forríkur!" Dæmigert er fyrir pabbann að hann kastar Sver- drup Svensson út í kuldann þegar hann fréttir að Katina sé komin með nýjan kærasta, vill ekki einu sinni gefa honum kaffibolla fyrir svefninn. „Pabbinn er hræsnari," segir Hays- stofnunin, „seinna reynir hann aftur að fá Sverdrup til þess að kvænast Katinu. Hamingja hans er fullkomn- uð þegar Helga giftist Valtý og Murfin kvænist Katinu."10 Pabbinn er ekki eini aurasjúki Is- lendingurinn í myndinni. Þar er t.d. einnig friðdómari og hjónabands- miðlari sem heitir „Herrn Sigvis Tegnar", nafnið greinilega þýskrar ættar. Fritz Feld leikur friðdómarann, sem gengur um á veitingahúsum í leit að feng. Þegar hann kemur auga á bandarískan hermann með inn- fæddri stúlku lætur hann þeim í té nafnspjald sitt í auglýsingaskyni, í þeirri von að hann fái að gifta þau og græða þar með pening. Þegar hann er búinn að gefa þau Katinu og Murfin saman segir hann: „Til lykke og ma- ke mange börn“ og bætir síðan við á ensku, en hún er vitaskuld töluð í myndinni: Það þýðir „Good luck and many children“. Herrn Tegnar var sérlega illa séður af íslendingum. Þórði Albertssyni fórust m.a. svo orð um hann:11 Herrn Tegnar er „hinn fleðulegasti og sýnir áreiðan- lega einhverja manntegund sem býr sunnar á hnettinum en Islendingar. “ Það sem fór þó einna mest í taugarn- ar á Þórði og mörgum öðrum var málhreimur hjónabandsmiðlarans og meirihluta fjölskyldunnar, ekki síst systurinnar Helgu, sem Osa Massen leikur. Þetta lið talar með greinileg- um þýskum blæ, sem getur varla verið tilviljun. Sérstaklega þótti þetta ámælisvert vegna þess að þýski hreimurinn var gjarnan notaður í kvikmyndum á þessurn árum þegar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.