Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Qupperneq 3

Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Qupperneq 3
FRA UTGEFANDA: Orðsending til lesenda / fyrsta tölublaði NÝS HELGAFELLS var á fremstu síðu alllöng greinargerÖ frá útgefanda um ritið yfirleitt, stefnu f)ess, efni og tilhögun um kynningu. Þar var meðal annars sagt frá því, að ritið mundi verða sent ýmsu fólki til f>ess að kynna f>að. Árangurinn hefir orðið sá, að fjöldi manna hefir að fyrra bragði óskað f>ess að fá ritið sent áfram, en frá óðrum hefir það komið til baka. Enn eru fjölmargir, sem hafa ekki látið til sín heyra, enda ekki bein- línis ástæða til þess, fyrir f>á, sem œtla sér að verða kaupendur, og heldur engin krafa um það gerð til hinna, sem ekki kœra sig um það, þó að til þess hafi verið mœlzt, að ritið yrði þá endursent útgefanda. Auk þeirra, sem óskað hafa eftir að fá ritið áfram, er annað heftið nú einnig sent til allra, sem ekkert hafa látið til sín heyra. Skal það þó tekið mjög skýrt fram, að hér er aðeins um frekari kynningu að rœða, en alls ekki tilraun til þess að þvinga þv't inn a neinn. Þó mun samhliða þessu hefti verða send til þeirra allra póstkrafa fyrir þriðja hluta ágjaldsins, kr. 40,00, og verða nú þeir sem greiða kröfuna skoðaðir sem áskrif- endur fyrst um sinn, en á ný mœlzt til þess við aðra, að þeir endursendi útgefanda bœði heftin, og leysa þeir þá að sjálfsögðu ekki inn krófuna. Ýmsum kann að finnast þetta óviðfelldin aðferð til þess að kynna tímarit, og eru þeir hinir sömu beðnir vel- virðingar á ónæðinu. Rétt er að benda þeim a, sem fengið hafa ritin í hendur, að ætlazt er til þess, að þeir skeri hiklaust upp úr þeim og skili þeim þannig, ef þeir gerast ekki áskrifendur. Endursendingarkostnað utan af landi greiðir útgefandi. NÝTT HELGAFELL Veghúsastíg 5 Simi 6837.

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.