Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Side 6
52
NÝTT HELGAFELL
ætti að vera hverjum lýðírjálsum
manni helgur vottur um stuðning
hans við þann málstað, sem hann
veit réttastan. Það er þó ekki nema
að nokkru leyti á valdi kjósandans
að tryggja, að rödd hans hafi þau
áhrif á úrslit kosninganna, sem rétt-
ust væri. Slfkt er ekki síður komið
undir því stjórnmála- og kosninga-
skipulagi, sem hann á við að búa,
en það ræður því, um hvað hann á
að velja og hversu þungt atkvæði
hans verður á metaskálunum.
Kjördæmaskipunin ræður ekki öllu
um þetta efni, heldur einnig flokka-
skiptingin. Ekki er þörf að fjölyrða
um þá réttarskerðingu, sem flokks-
einræði fylgir. Hitt getur líka orðið
skaðlegt, þótt á annan veg sé, að
flokkar séu svo margir, að enginn
þeirri hafi færi á að ná meirihluta
á þingi. En þvílíkt hefur ástandið
verið um langt skeið á íslandi.
FLESTAR RÍKISSTJÓRNIR hafa
um langan aldur verið samsteypu-
stjórnir, sem ósammála hafa verið
um mörg grundvallaratriði í þjóð-
málum. Þegar líður að kosningum,
riðlast þær nær undantekningarlaust,
og flokkarnir ganga fram fyrir kjós-
endur hvítþvegnir af syndum og
misgerðum ríkisstjórnarinnar, því
að þær eru að sjálfsögðu ætíð sam-
starfsflokknum að kenna. í rauninni
fá því kjósendur ekki tækifæri til að
leggja dóm á stefnu ríkisstjórnarinn-
ar, því að enginn flokkur getur eða
vill koma algerlega fram fyrir henn-
ar hönd.
Ekki geta kjósendur heldur haft
nema óbein áhrif á það, hvaða ríkis-
stjórn tekur við að kosningum lokn-
um. Þegar enginn flokkur hefur von
um hreinan meirihluta, geta kjósend-
ur ekki gert sér grein fyrir því, hvaða
hrossakaup um stjórnarmyndun
muni verða gerð í umboði þeirra.
Og um þetta er ekki við stjórmála-
mennina að sakast, því að þeir geta
sjálfir enga endanlega skoðun gert
sér um þetta, fyrr en séð er, hver
styrkleikahlutföllinn verða milli
flokka á þingi.
Ein afleiðing þessa ástands hefur
orðið sú, að höfuðmál stjórnmálanna
hafa haft minna að segja um úrslit
kosninga með hverju ári. Menn hafa
vitað, að ekki yrði aðstaða til að
framkvæma til hlítar þær stefnu-
skrár, sem fram hafa verið bornar,
en sumar þeirra eru svo almennar
að efni, að hvergi festir hönd á. Af
þeim vettvangi hefur stjórnmálabar-
áttan smám saman færst yfir í
hreppapólitík og samkeppni um
hylli stétta og samtaka, þar sem alls
konar fyrirgreiðsla um styrki, leyfi,
lán og hvers konar fríðindi eru helztu
vopnin. Er það nú orðið eitt tíma-
frekasta verkefni þingmanna og
frambjóðenda, einkum frá hinum
minni kjördæmum, að sýsla í slíku
hér í höfuðstaðnum.
ÞÆR KOSNINGAR, sem nú fara
í hönd, virðast ætla að verða býsna
sögulegar. Eftir margra ára stöðnun,
hefur komizt rót á flokkaskipunina
og þá væntanlega kjósendur líka,