Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Blaðsíða 7

Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Blaðsíða 7
ÞÆTTIR 53 STEINN STEINARR: ( ELINOR WYLIE Net til að veiða vindinn: Flýjandi djúpfiski hlaðið glæru Ijósi einskis. Sólvængjuð hringvötn búin holspeglum fjórvíðra drauma.. Týnd spor undir kvöldsnjó efans. Net til að veiða vindinn: Eins og svefnhiminn lagður blysmöskvum veiðir guð. og er það vel. Með kosningarbanda- lagi Alþýðuflokksins og Framsóknar- manna hefur flokkaskiptingin nálg- ast tveggja flokka kerfi, enda þótt stór flokkur sé enn til vinstri við þetta bandalag. Því að nú má telja, að „Hræðslubandalagið" svonefnda og Sjálfstæðisflokkurinn hafi hvor um sig nokkurt færi á því að vinna meiri- hluta á þingi. Sá hefur þó reynzt galli á gjöf Njarðar, að dregið hefur verið í efa, hvort löglegt sé að afla uppbótar- sæta á þann hátt, sem stefnt er að með samvinnu Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins. Landkj örstj órn- in hefur að vísu ekki fallizt á þann skilning, en yfir vofir, að kosning- arnar verði gerðar ógildar af næsta þingi. Má ætla að þess verði freist- að, enda hafa í þessu efni komið í ljós miklir og hættulegir gallar á kosningafyrirkomulaginu. Með sam- vinnu, er tryggði Alþýðuflokknum uppbótarþingsæti út á óvirk atkvæði Framsóknarmanna, hefðu þessir flokkar getað náð öruggum þing- meirihluta í síðustu kosningum út á 37,5% atkvæða. Þetta hefði Sjálf- stæðisflokkurinn þó getað komið í

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.