Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Qupperneq 8

Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Qupperneq 8
54 NÝTT HELGAFELL veg fyrir með því að skipta sér í tvo flokka, en með því hefði hann unnið þrjú uppbótarþingsæti. Verði ekki tekið fyrir misnotkun uppbótarþing- sæta, má búast við einhverjum slík- um skrípaleik í hverjum kosningum í framtíðinni. Það er engin tilviljun, að núver- andi kosningafyrirkomulag hafi svona fáránlegar niðurstöður í för með sér, þar sem íslendingar eiga við að búa þrenns konar kjördæma- kerfi. í fyrsta lagi tuttugu og eitt ein- menningskjördæmi, sem eru svo mis- stór, að hið stærsta er sautján sinn- um fjölmennara en hið fámennasta og jafnmannmargt og hin minnstu níu samanlögð; í öðru lagi sex tví- menningskjördæmi, sem þó eru ekki eins stór og stærstu einmennings- kjördæmin og loks eitt átta manna kjördæmi. Til þess að jafna metin eru svo uppbótarþingsætin ellefu, en nú hefur sýnt sig, að ekki má síður beita þeim til að auka misréttið en bæta úr því. Úr slíkum samsetningi getur aldrei orðið annað en glund- roði, og það má heita hending, ef stærsti flokkurinn fær flesta þing- menn kjörna. Úrslit alþingiskosninga eru einkum ráðin í fáeinum minnstu kjördæmum, þar sem hvert atkvæði hefur margfalt gildi á við önnur. í baráttunni um hylli þessara kjós- enda hefur orðið til kenningin um jafnvægi í byggð landsins, að nokkru leyti til að réttlæta veitingu fjár- magns og fríðinda þangað sem hinn pólitíski afrakstur er drýgstur. ÞEIM STJÓRNMÁLAFLOKKUM, sem reyna að vinna meirihluta á þingi með því að færa sér vankanta kosn- ingafyrirkomulagsins í nyt, er vissu- lega ekki láandi. Þó er enn fárán- legra að bregðast illa við, þótt kraf- izt sé úrskurðar landskjörstjómar um það, hvort rétt sé að farið. Þetta eru leikreglurnar, sem settar hafa verið og er hverjum heimilt að freista að vinna málstað sínum sem mests fylg- is innan ramma þeirra. Hitt ættu menn að hafa í huga, að sigur, sem vinnst á þennan hátt og án verulegrar aukningar kjör- fylgis, kann að verða sigurvegurun- um sjálfum dýrkeyptastur. Sú stjórn yrði aldrei sterk, sem mikill meiri- hluti landsmanna áliti kosna í bág við hugmyndir um réttlátar kosn- ingareglur. ÞAÐ Á.STAND, sem skapazt hefur í þessum efnum, getur ekki orðið varanlegt. Kosningalögin eru svo mikilvægur þáttur í stjórnskipulag- inu, að um þau má ekki vera ágrein- ingur og togstreita. Ef svo er, hlýtur allt stjómarkerfið að lamast. Von- andi verður þessi hnútur þó ekki leystur með einhverju minni háttar krukki í núgildandi kosningarlög, sem eru og verða óskapnaður. Þetta tækifæri þarf að nota til að taka kosningarfyrirkomulagið til endur- skoðunar frá rótum. Það er auðsætt af undanförnum atburðum, að höfuðflokkum ís- lenzkra stjórnmála er ljós nauðsyn þess, að nú komizt á sterk meirihluta-

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.