Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Síða 13
JARPUR
59
líka oft upphátt, þegar ég gekk til hans og
klappaði honum, þar sem hann stóð og
hengdi niður höfuðið í haganum eða heima
við hesthúskofann sinn. En þegar ég tal-
aði við hann upphátt, nefndi ég aldrei
dauðann, því að mig grunaði, að Jarpur
væri ékki alveg skynlaus skepna.
Þetta voru ógleymanlega dapurlegir dag-
ar og dapurlegar nætur. Ég hafði ekki gam-
an af neinu. Það var blýþungt myrkur inn-
an í mér öllum. Ef Jarpur deyr, þá er allt
búið.
Svona seiglaðist tíminn áfram milli
veikrar vonar og mikils ótta/þangað til um
páska'helgarnar. Á skírdag eða föstudaginn
langa var loft bláheiðríkt og glaðasólskin.
Niðri á láglendinu var ofurlítill snjór, en
uppi í brekkunum var orðið autt af sólbráð.
Hrossin af bæjunum höfðu leitað upp í
brekkurnar og stóðu á beit neðan til í Dýj-
unum, og aumingja Jarpur hafði rölt þang-
að í humátt á eftir þeim. Það þynnti ofur-
lítið á myrkrinu innan í mér. Það er þó að-
eins batamerki, að hann skyldi fá sig til að
keifa upp í brekkur. Ég stóð úti á eystra
hlaði og horfði, hvernig Jarpur hagaði sér.
Hann eigraði til og frá innan um hrossin
og hnusaði nokkrum sinnum úr jörðu, en
virtist ekki snerta við strái. Það þyrmdi
aftur yfir mig. Ég ráfaði inn í baðstofu og
hugsaði: Kannski verður hann farinn að
bíta, þegar ég kem út aftur. Eftir dálitla
stund stóð ég aftur úti á hlaði og horfði upp
í brekkurnar. Jarpur 'hélt áfram að reika
innan um hrossin og var hættur að hnusa
úr jörð. Aldrei hafði ég séð eins átakan-
lega, að hann hafði ekkert viðþol fyrir kvöl-
um. Það þyrmdi ennþá meira yfir mig. En
ekki gat ég séð, að hrossin kenndu neitt í
brjósti um þennan sárþjáða félagsbróður.
Það var farið að halla degi, sól sennilega
komin vestur undir nónstað. Það var ein-
kennilega fagurt sólskin, eins og sólskin
alltaf eru, þegar einhver er að skilja við
heiminn. Ég var ýmist inni í baðstofu eða
stóð úti á hlaði og horfði á Jarp. Loksins
sé ég, að hann tekur sig úr hrossunum og
röltir afarhægt niður brekkurnar. En hann
stefnir ekki í suður, ekki heim að Hala
eða heim að hesthúsinu sínu. Hann stefn-
ir í suðaustur og skjögrar fet fyrir fet niður
hjá Lambhaga og svo fyrir austan Háubala
og inn í Glompu, sýnilega mjög máttfar-
ínn, og þegar hann kemur upp úr Glompu,
beygir hann meira til austurs yfir mjótt
barð og hverfur augum mínum niður í lág-
ina vestan við Gerðisbæinn. Af hverju fer
hann í þessa átt? Hvaða erindi á hann nið-
ur að Gerði? Máski verður honum farið að
batna, þegar hann kemur upp úr láginni.
Það gerist stundum meira, þegar maður sér
ekki en þegar maður horfir á. Ég mæni eft-
ir, að hann komi upp úr láginni. Það líður
nökkur stund, en hann kemur ekki. Nú sé
eg fólk frá Gerði þjóta vestur í lágina. Hvað
hefur nú komið fyrir? Hefur Jarpur oltið
um þúfu í láginni og liggur þar afvelta og
ætlar fólkið að fara að reisa hann við?
Ég tek til fótanna niður eftir. Honum
getur samt verið farið að batna. Þegar ég
kem fram á vesturbrúnina á láginni, blasir
hún við mér öll, og ég sé hvar Jarpur kúr-
ir á hliðinni undir suðvesturbarmi henn-
ar, hreyfingarlaus, með höfuðið á þúfu á
móti austri, og yfir honum stóð lítill hópur
barna og fullorðinna, og allir litu út, eins
og þeir væru ráðalausir. Ég fann undir eins
á mér, að við þessari afveltu yrði ekkert ráð
fundið. Eftir brot úr mínútu stóð ég líka
yfir Jarpi. Það þurfti ekkert að segja mér,