Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Side 15

Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Side 15
JARPUR 61 aði hann þetta í óráði. Hann hefur hlotið að hafa mikinn hita með svona stórri graft- armeinsemd. Skyldi nú Jarpur hafa fengið þetta hræðilega mein, ef Guðbjörg hefði ekki verið byrgð inni í heschúsinu? Hvers vegna hafa hrossin í öllum hinum hesthús- unum á Breiðabólsstaðarbæjunum enga meinsemd fengið? Hvers vegna vildi þetta aðeins til í hesthúsinu, sem Guðbjörg var lokuð inm í? Er ekki hægt að hugsa sér, að eitthvað slæmt verði eftir í húsum, þar sem ílla hefur verið farið með einhvern? Og getur það ekki stundum leitt ógæfu yfir menn og skepnur? Bak við þessar spurningar leyndust djúp- ar lífsgátur, sem náðu langt út fynr Jarp og Gerðislágina og Hundraðshesthúsið. En ég gat aldrei fundið svör við þeim, og þess vegna hafa þær leitað á mig öðru hverju fram á þennan dag. Það var tómlegt að horfa niður að Hundraðshesthúsinu, og ég vorkenndi því mikið. Það hlaut að sakna sárt þessa fall- ega, góða hests, sem það hafði breytt yfir hlýju um nætur fjölda ára og hlakkað til að sjá koma heim á kvöldin og úr löngum ferðalögum yfir vötn og sanda. Og sól þessa fagra, en dapurlega dags, hvarf bak við Fellsfjallið og útmánaða- rökkrið lagðist yfir með mörgum frönsk- um ljósum úti á lognhvítum sjónum. En það var ekki mikið horft á þau frá Hala þetta kvöld.

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.