Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Blaðsíða 16

Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Blaðsíða 16
HANNES PÉTURSSON: Nú siturðu einn því úti er sumarsins glaða veizla og regnið drýpur við dyr; SVO en runnar og lyng hafa misst , . sitt rauða vín yfir allt; kemur vetur — það floir um borð og bekki sem blóð og það hverfur ekki unz hann sem hér hefur gist oftar og lengur en allir sumarsins prúðbúnu gestir kemur og breiðir sitt bjarta brakandi þurra lín alls staðar þar sem rennur runna og blóma vín. Þú situr hér aleinn síðan seinasta lóan flaug í suðurótt burt með söng og sumarsins himin í augum. Ástarljóð Ég er vínið og þú ert hinn granni stafur, ég er víntréð, unnusti minn. Ég hef vafizt um arma þína og fætur, fléttazt heilt sumar um líkama þinn. Ég var ungt vín og súrt, en skjól þitt var gott. Nú er haust og safi minn er sætur. j

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.