Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Blaðsíða 17

Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Blaðsíða 17
KRISTJÁN ELDJÁRN: íslands þúsund ár Trúlegt er, að sagníræðingum framtíðar muni þykja lítils vert um þau tímamót, sem til þessa dags hafa verið látin skipta öldum í sögu Islands, í samanburði við þau stór- kostlegu þáttaskil, sem verið hafa að gerast síðustu áratugi og ekki er enn að fullu lokið. Þau þáttaskil eru ekki fyrst og fremst um- skipti á einhverju andlegu eða stjómmála- legu sviði heldur altæk atvinnuhylting, frá- hvarf þjóðarinnar frá fomri atvinnumenn- ingu, sem hafði haldizt óbreytt í aðalatrið- um og ósnortin af þeim tímamótum öllum, sem látin eru skipta sögu Islands í aldir. Sagnfræðingar framtíðar munu kenna þetta tímabil allt við torfbæ og áburðarhest, þús- und ára tímabil jámaldarbúskaþar á Islandi. „Svo segja fróðir menn, að landið yrði albyggt á sex tigum vetra, svo að ei hefur síðan orðið fjölbyggðra. Þá lifðu enn margir landnámsmenn og synir þeirra". Þannig farast Landnámabók orð um bygg- ingu íslands. Eftir þessu hefur löngum verið venja að telja landnámsöld Islands því sem næst sextíu ár, frá hér um bil 870 til 930, er alþingi var sett. Þetta er undra mikil byggð á svo skömmum tíma og bendir eindregið til þess, að innflytjendumir, landnámsmenn- imir, vandamenn þeirra og fylgdarmenn hafi verið mjög margir. Annars hefði þetta stóra land ekki verið albyggt á einum sextíu ámm, þótt gert sér ráð fyrir viðkomu í góðu meðallagi hjá frumbýlingunum. Að vísu er ekki skýlaust, hve þétt byggðin þurfti að vera til þess að hægt væri að kalla land albyggt. En fullvíst er, að jafnvel afskekkt- ustu fjalladalir hafa víða byggzt þegar í fomöld, og sannast þetta af fomleifum, svo að óyggjandi er. Að líkindum má telja það merki þess, að mjög sé farið að sneyðast um jarðnæði í hinum betri hémðum, þegar harðbýlustu sveitir em teknar undir bú. Auk þess er landnám á Grænlandi í lok 10. aldar beint framhald af landnáminu hér á landi og bendir til þrengsla hér. Grænlandsbyggð- ir voru í öndverðu íslenzkar byggðir, og ör- lög þau, sem þær hlutu, hafa einnig gengið yfir margar byggðir hér á landi. Um allt land hafa einstakir bæir og heilar sveitir lot- ið í lægra haldi fyrir þeim sömu öflum, sem drýgstan þátt hafa átt í eyðingu grænlenzku byggðanna, þó að harmsagan sé hvergi eins meistaralega á sviðið sett og þar. Af henni má draga mikinn lærdóm um sögu Islend- inga og sambúð þeirra við land sitt. Rétt mun það vera, sem oft er tekið fram, að vel hafi verð ært á landi hér á landnáms- öld og landkostir meiri en nokkm sinni síð- an. Þetta hefur veitt mönnum djörfung til að reisa byggð og bú inni við sjálf öræfi upp af hinum stærri hémðum og úti á hrjóstrug- ustu útkjálkum. En snemma mun hafa kom- ið í ljós, að hér stóð byggðin höllum fæti. Þegar harðnaði í ári og landkostir þurm varð bændum óvært á mörgum þessum stöðum. Byggð lagðist í eyði, einn bær eða fleiri, sums staðar heilar sveitir. Sumar jarðimar byggðust aldrei aftur, Grænlandsbyggðir lognuðust út af fyrir fullt og allt, heima- byggðimar vom sumar numdar aftur, þegar batnaði í ári, en eyddust svo enn á ný. Og þannig koll af kolli. Við, sem nú lifum, höfum horft upp á stór- kostlegri eyðingu uppsveita og útkjálka en dæmi finnast til áður í sögu okkar. En nú er sá munur frá því sem áður var, að ekki virðast miklar líkur til að hinar eyddu jarðir

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.