Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Qupperneq 18
64
NÝTT HELGAFELL
byggist aftur. Saga þeirra er á enda eins og
byggSanna á Grænlandi. íslands þúsund ár.
Nær lætur, að margar þeirra jarða, sem farið
hafa í eyði fyrir fullt og allt á síðustu árum,
hafi verið byggðar í þúsund ár,. numdar á
öndverðri 10. öld, eyddar á fyrri hluta 20.
aldar.
Upp af meginhéraði Skagafjarðar ganga
tveir langir dalir, Austurdalur og Vesturdal-
ur. Við skulum hugsa okkur, að við sóum
stödd inni í Vesturdal. Þar er norðlenzkt upp-
sveitarlandslag, enginn skógur, þótt eitt sinn
hafi verið, engin hraun, brattar hlíðar til
beggja handa, undirlendi lítið, slægjur af
skomum skammti, en beitiland gott, þungur
ámiður, en annars afdalakyrrð. Neðarlega í
dalnum eru Goðdalir, prestssetur lengi, nú
góður bóndabær með kirkju. Innar em
Bjarnastaðahlíð, Litla-Hlíð og Hof, innst Gil
eða Giljar, og er þá aðeins komið skammt
inn í dalinn. En sú hefur lengi verið ætlan
manna, að inn allan Vesturdal hafi verið
byggð í fyrndinni, einir 17 eða 18 bæir, sem
eyðzt hafi fyrir mörgum öldum. Innst í dala-
drögunum er sjálft Hraunþúfuklaustur, rúst-
imar, sem valdið hafa órólegri svefnförum
fræðaiðkenda en aðrar fomleifar hérlendar.
Ef rétt væri, að hér hefði átt sér stað eins
stórfelld eyðing byggðar og munnmæli og
alþýðutrú vilja vera láta, væri Vesturdalur
dálítil smámynd af Grænlandsbyggðum. En
vafasamt er, að í þetta skipti sé rétt hermt
og skilið. Rústir þær, er finna má inn allan
Vesturdal, allt inn að Klaustri, em næsta
óverulegar og gefa sumar hverjar ekki til-
efni til að álíta, að verið hafi bæjarhús. Og
sjálft Hraunþúfuklaustur, hvað er það? Kann
það ekki að vera rústir af kofum gangna-
manna, sem þótti vistin daufleg í kvenmanns-
leysinu, lítið betri en hjá munkum í klaustri?
Ég bið þá, sem dreymt hefur drauma stóra
um helga menn í munkalífi í Hraunþúfu-
klaustri, að hneykslast ekki á þessari hug-
mynd, sem er í sannleika laus við allan
helgiljóma. Þó mundi enginn, sem dvalizt
hefur náttlangt í leitarmarmakofa og hlýtt á
orðræður manna, geta kallað hana ósenni-
lega. En hvatvísi væri að hrapa að skýring-
um, þótt ekki segist á að nefna það, sem
upp í hugann flýtur. Staðreynd er, að inn
allan Vesturdal eru minjar um líf og starf
fyrri manna. Þótt ekki hafi verið hér sam-
felld blómleg byggð, eru þó minjar þessar
á einhvem hátt heimildir um smáatriði í sögu
vorri, um landshætti, sem nú em af lagðir.
Þó væri óleyfilegt stærilæti að þykjast geta
sagt fyrir að órannsökuðu máli, hvað þess-
ar minjar geyma. Hér er verkefni, sem bíður
úrlausnar, eitt af mörgum.
En við erum komin langt yfir skammt. För-
inni var í svip ekki heitið nema að Þorljóts-
stöðum. Sá bær er miðja vega milli Gilja og
Hraunþúfuklausturs og hefur verið í eyði síð-
an 1940. Þó að nafn bæjarins sé fomlegt, er
hans hvergi getið í fomum ritum, enda ligg-
ur hann ekki í alfaraleið. Frá Þorljótsstöðum
er fullum helmingi lengra til sjávar en til
Hofsjökuls. Þar hefur varla verið hent að
búa þeim, sem mikið vildu draga sig fram
til mannvirðinga.
Bæjarstæðið er skemmtilegt, túnið allstórt
og vafið grasi, margra ára sinulubba, fjalls-
hlíð í bak og fyrir, en Hofsá í gljúfri all-
miklu fyrir neðan túnið. Norðlenzkur dalur
með eyðibæ, þetta er algengt fyrirbrigði, en
samt gefur það huganum ærið viðfangsefni.
Þótt jarðarinnar sé ekki getið í fomritum,
byggðist hún eigi að síður þegar á 10. öld,
meðan land var enn heiðið, en fór í eyði
1940, þegar það var að verða heiðið aftur,
að því er sumir mundu telja. Um hálfum
öðrum kílómetra fyrir neðan bæ á Þorljóts-
stöðum, kippkom uppi í brekkunum, hefur
verið grafreitur í heiðnum sið. Þar skiptast
nú á örfoka melar og þykkar jarðvegstorfur,
það er vígvöllur, eins og víðar á íslandi, þar
sem bardagi geisar milli storms og gróðrar.
Einhvem tíma nálægt miðri 19. öld féll aur-
skriða efst ofan úr fjallsbrún yfir þennan
stað, en þegar kyrrð komst á, sáu menn
verksummerki, sex mannshauskúpur lágu
ofan á skriðunni og hjá þeim prjónn úr bronsi
og lítill skrautlegur silfurskjöldur. Sigurður
málari náði í prjóninn handa fomgripasafn-