Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Síða 20
66
NÝTT HELGAFELL
eldhólfum. Strompur er á þaki, en gluggi
enginn á eldhúsinu. Hæ3 undir mæni er 2,10
metrar. Mál þessi vekja hugmynd um stærð
bæjarins, því að önnur hús eru eftir þessu.
Innar af eldhúsinu er fjós. Kýrnar hafa
gengið um sömu útidyr og mannfólkið, inn
um ranghalann, gegnum eldhúsið endilangt
og komizt þannig á bása sína. Á sumrin
munu þær víst hafa verið hýstar í öðrum
húsum, en hafðar í þessu fjósi eftir að vetur
var setztur að, svo að ekki hafa þær verið
daglegir gestir í eldhúsi, en mykju hefur
orðið að bera frá fjósi gegnum eldhús allan
veturinn.
Annar ranghali þröngur gengur úr eld-
húsgöngunum til hlöðu, og er sambandið
milli fjóss og hlöðu með afbrigðum óhagan-
legt, þar sem krækt er langan veg og farið
með heyið gegnum eldhúsið.
Beint inn af bæjardyrum er baðstofa og
tröppur tvær upp að ganga. Baðstofan er
talsvert úr lagi færð nú, en var til skamms
tíma þiljuð sundur í tvennt í miðju. I fremri
enda var stía fremst, sem í voru kindur um
vetur, en við skilrúmið stóð vefstóll. Irman
við skilrúmið var íveruhús fólksins, rúm þrjú
við vegg og gafl og borðkríli undir baðstofu-
glugga.
Loks er svo að telja yztu húsin í fremstu
röð, skemmu og hesthús, með sérstökum
dyrum og ekki innangengt í þau úr öðrum
húsum.
Slíkur er síðasti bærinn á Þorljótsstöðum
í stórum dráttum. Sagt er, að hann sé byggð-
ur af Steini bónda Ormssyni, sem fluttist að
Þorljótsstöðum 1798 og bjó þar fram yfir
1830. Er bærinn þá rösklega 100 ára gamall
eða ef til vill allt að því 150 ára. Einhverjar
smábreytingar munu hafa verið á honum
gerðar, en eftir sem áður er hann ákjósan-
legur fulltrúi fyrir íslenzka miðlungsbæi frá
síðasta skeiði torfbæjanna. Slíkur bær er hin
sígilda og sérstæða umferð um þúsund ára
sögu íslenzkrar alþýðu. Hann er fullur af
minningum, frá fomöld, frá miðöld, frá 19.
öld. Hvert hús, hver krókur og kimi, hver
biti og sperra, allt eru þetta skilaboð fyrri
manna til okkar, fyrstu íslenzku kynslóðar-
innar, sem ekki er háð þessum fátæklega
veraldararfi, sem feðumir seldu niðjum sín-
um í hendur mann fram af manni í tíu aldir.
Hve undursamlegt íhugunarefni er það ekki
hinni ungu húsfreyju, sem eldai' eldlaust í
hvítu eldhúsi og hefur varla nokkurn tíma á
ævi sinni séð eld nema í pípu mannsins
síns, að amma hennar og formæður í alla
liði skuli hafa bograð við þessar hlóðir á
Þorljótsstöðum og aðrar slíkar, í þessu sót-
drifna og jarðgróna torfhýsi, þar sem bless-
aðar kýrnar gengu út og inn. Svo undra-
stuttur tími skilur þessar konur, kannske ekki
nema 50 ár, en milli þeirra stendur það sem
meira er, aldahvörfin, er forn atvinnumenn-
ing, járnaldarmenningin, leið undir lok á Is-
landi.
Bærinn á Þorljótsstöðum er minnisvarði
þessara aldahvarfa. Hann táknar endalok
mannabyggðar á staðnum, eins og kumlið
táknar upphaf hennar. Eí við rennum huga
yfir tímann frá kumlinu til bæjarins, sjáum
við fyrir okkur langa röð af íslenzkum dala-
bændum, óþekktum mönnum, sem ekki fara
sögur af. Það eru ábúenaurnir á Þorljóts-
stöðum, mann fram af manni. Ef leitað væri
í skjölum, mundi líklega takast að koma
nafni á einn og einn, en varla miklu meira.
Rétt eftir 1700, þegar manntalið var tekið,
bjó þar til dæmis Ólafur bóndi Bessason og
bústýra hans Sigríður Þorsteinsdóttir og ekki
fólk annað. Eftir sem áður eru bændur á
Þorljótsstöðum gleymdir fulltrúar íslenzkrar
alþýðu, sem erjaði hér land kynslóð fram
af kynslóð.
Ef við nú jafnframt lítum yfir Þorljótsstaða-
land eins og það er í dag, verðum við þess
áskynja, að þar er ekkert að sjá, annað en
kuml landnámsmannsins og niðumíddan bæ
landflóttamannsins, upphaí og endi á þessu
þúsund ára langa striti hinna nafnlausu
bænda. Það er eins og hér hafi aldrei gerzt
neitt, hinar fjölmörgu kynslóðir hafa horfið
sporlaust, og verk þetta hefur ekkert orðið
annað en það að halda við neista kyn-
stofnsins og skila honum með lífsmarki í