Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Qupperneq 24

Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Qupperneq 24
70 NÝTT HELGAFELL legu hlutleysi. I Evrópu er að myndast hlut- laust belti frá Miðjarðarhafi til Norður-íshafs. Sviss, Júgóslavía, Austurríki, Svíþjóð og Finn- land hafa þegar kosið hlutleysi og Þýzkaland gerir það að öllum líkindum innan skamms. Spennunni í alþjóðamálum er að létta. Heljar- tök stórveldanna á smáþjóðunum á milli þeirra eru að linast. Sovétríkin grípa hvert tækifæri til þess að lýsa ánægju sinni yfir hlutleysisstefnu ríkjanna, sem hér hafa verið nefnd. Eisenhower forseti hefir lýst yfir, að hann telji hugmyndina um „hlutleysisbelti'' í Evrópu koma mjög til greina. Kalda stríðinu er að slota. Ef styrjöld með vetnisvopnum er tilgangslaus, nema til þess að tortíma menn- ingunni og að líkindum mannkyninu, eins og bæði stjórnmálamenn og vísindamenn þeir, sem bezt vita, segja okkur, þá er „kalt stríð" líka tilgangslaust, því að ekki er það annað en undirbúningur hins meira, vita-tilgangs- lausa tortímingarstríðs. Smáþjóðir veraldarinnar kunna að hugsa eigi síður en hinar stærri. Frammi fyrir stað- reyndum atómaldar og ógnum vetnissprengj- unnar getur hlutleysisstefnan orðið þeim merki sameiningar og aukins máttar. Hver af annarri bægja smáþjóðir heimsins nú her- bækistöðvum stórvelda frá dyrum sínum. Is- lendingar geta hugsað á borð við hverja aðra þjóð. Hver veit, nema þeir geti jafnvel kennt stjórnmálaforingjum sínum að hugsa og kynna sér það, sem hugsað er af viti um alþjóðamál. Þá mun hlutleysisstefnan aftur verða utanríkisstefna Islendinga. Hermann Jónasson: Ritstjórn Nýs Helgafells hefur óskað eftir því, að ég svaraði nokkrum spurningum og hugleiðingum, er hún hefur sett fram um utanríkismálastefnu íslendinga. Ég mun í aðalatriðum svara þessum fyrir- spurnum og hugleiðingum í þeirri röð, sem þær eru settar fram. „Hlutleysi til hins ýtrasta". Hlutleysisstefna íslands í utanríkismálum sigldi sinn sjó, er við árið 1941 gerðum samn- ing við Bandaríkin um, að varnarher dveld- ist hér á landi meðan á styrjöldinni stæði. Bretar höfðu þá hertekið landið gegn mót- mælum íslenzku ríkisstjórnarinnar. Þannig sýndi reynslan, að hlutleysi er lítt hugsan- legt, nema hægt sé að verja það með vopn- um, sbr. Svíþjóð <pg Sviss. „Að leita samviinn.u við þær þjóðir, sem næstar oss standa". , i ; Þessari spurningu hefur þjóðin svarað. Við svöruðum þessari spurningu játandi, er við gerðum samning við Bandaríkin 1941, sem um leið var samningur — að minnsta kosti óbeinlínis — - um samvinnu við nálægar þjóð- ir, Norðurlönd, Bretland og fleiri, gegn naz- ismanum, sem þá flæddi yfir. 1 samræmi við stefnuna frá 1941 svöruðum við þessari spurningu játandi árið 1949, þeg- ar meiri hluti Alþingis samþykkti, að Island tæki þátt í Atlantshafsbandalagi — og árið 1951, er við samþykktum að bandarískur her dveldist í landinu, meðan mest hætta var tal- in á yfirvofandi heimsstyrjöld og skyndiárás. „Góð sambúð". „Fyrir smáþjóðir eins og Islendinga er góð sambúð við aðrar þjóðir lífsnauðsyn", segir ritstjórn Nýs Helgafells. Vissulega er þetta rétt, en þarí nánari íhugunar eins og flest, sem sett er fram einhliða. Bandaríkin, þá sundruð og kúguð nýlenda Breta, kusu styrjöld við Stóra-Bretland fram- ar „góðri sambúð'' í ófrelsi og undirokun. Það leiddi til sjálfstæðis og síðar til góðrar

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.