Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Blaðsíða 27
UTANRÍKISSTEFNA ÍSLENDINGA
73
ekki gert ráð íyrir erlendum her í landinu á
friðartímum. Árið 1951 var óstandið í heim-
inum orðið svo uggvænlegt, að Bandaríkin
gerðu við okkur hervemdarsamning að okk-
ar eigin ósk. I þessum samningi er ekki gert
ráð fyrir eilífri hersetu á íslandi. Ef ástandið
í alþjóðamálum batnar svo, að hervemdar-
innar sé ekki lengur þörf, getum við sagt
samningnum upp. Og það emm við íslend-
ingar, sem leggjum úrslitadóminn á það,
hvort herinn skuli fara eða ekki.
Um þetta er enginn ágreiningur. En við
höfum sjálfir skrifað undir samning, og sá
samningur hefur verið samþykktur á Al-
þingi Islendinga, þar sem reglur eru settar
um uppsögn samningsins.
Ákvæðið um sex mánaða athugun málsins
í NATO er ekki sett af handahófi. Það er
ekki heldur sett til þess að vera Islendingum
fjötur um fót. Þvert á móti. Þetta ákvæði er
sett til gagnkvæms öryggis, og það tryggir
okkur fullkomna rannsókn færustu manna á
öllum málsatvikum, öllu sem mælir með og
móti uppsögn herverndarsamningsins, svo
að við getum síðan reist dóm okkar á rök-
um, þegar við ákveðum, hvort samningurinn
skuli felldur úr gildi eða ei.
Það nægir ekki að hafa frómar óskir um
það, hvemig ástand alþjóðamála ætti að
vera, og marka samkvæmt því fasta og
ófrávíkjanlega stefnu, sem ekki má breyta,
hve sterk rök sem fram eru borin gegn henni.
Slík blinda aflar okkur ekki virðingar, held-
ur í bezta falli vorkunnsemi og auðmýkjandi
velvildar þeirra, sem meiri þroska hafa á
þessu sviði.
Það er mikið slys, sem komið hefir fyrir
íslendinga með hinni flasfengnu samþykkt
meiri hluta Alþingis um varnarmálin. Öryggi
okkar sjálfra og skyldan gagnvart öðrum
hefir hvorttveggja verið gert að leiksoppi.
Það verður erfitt að afmá til fulls þann
blett, sem þama hefir verið settur á þjóðar-
sóma Islendinga, en Sjálfstæðisflokkurinn
mun vinna að því verki, að glappaskotið
megi gleymast sem fyrst.
Valdimar Jóhannsson:
Annar landsfundur Þjóðvamarflokks Is-
lands lýsti þessari stefnu í utanríkismálum:
1. Hervemdarsamnngurinn við Bandariki
Norður-Ameríku frá 1951 verði þegar í
stað sagt upp og gengið eftir því, að
hinn erlendi her hverfi úr landinu, jafn-
skjótt sem uppsagnarákvæði leyfa, en
þangað til verði herliðið algerlega ein-
angrað í herstöðvum sínum.
2. Islendingar lýsi á ný yfir hlutleysi sínu
í hernaðarátökum þjóða á milli og hafni
þátttöku í hvers konar hemaðarbanda-
lögum, enda stofni þeir ekki innlendan
her.
3. Islendingar ástundi vinsamleg skipti við
allar erlendar þjóðir, beiti áhrifum sín-
um í samtökum þjóðanna til eflingar
friði og alþjóðlegri réttarvemd hlutlausra
smáþjóða og styðji með atkvæði sínu ný-
lenduþjóðir og aðrar undirokaðar þjóðir,
hvar sem er í heiminum, í sjálfstæðis-
og frelsisbaráttu þeirra.
4. Islendingar taki þátt í virku alþjóðlegu
samstarfi, eftir því sem samrýmist hags-
munum og fjárhagslegri getu þjóðarinn-
ar, en forðist allt prjál og tildur, sem því
vill verða samfara. Telur flokkurinn unnt
og sjálfsagt að skera stórlega niður
kostnað við utanríkisþjónustu landsins,
m. a. með því að fækka sendiherraemb-
ættum og sneiða hjá málamyndaþátt-
töku í alþjóðlegum ráðstefnum, sem Is-
lendinga varða litlu.
Stundum heyrist vitnað til afstöðu annarra
Norðurlandaþjóða, og jafnvel Vestur-Evrópu-