Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Qupperneq 29
ARTHUR KOESTLER:
Um pólitíska sálsýki
— Sjúkdómsgreining —
(
í flestum nútímakenningum um pólitíska
hegðun manna felst undarleg mótsögn. Það
er alkunna, að múgi manns er gjamt að
rasa um ráð fram (múgæsing, múgsefjun,
eins og það er kallað). Allir vita líka, hvemig
einstaklingurinn varpar stundum skynsem-
inni fyrr borð í kynferðismálum og í sam-
skiptum sínum við vandafólk eða .yfirmenn og
undirmenn. En þótt vér játum, að múgurinn
hagi sér eins og sálsjúklingur í stjómmálum
og geðflækjui' manna komi mjög í ljós í
einkalífi þeirra, þá höldum vér samt dauða-
haldi í þá furðulegu ímyndun, að venjulegur
borgari láti skynsemina ráða í stjórnmálum,
þegar hann er ekki undir múgáhrifum.
1 lýðræðisríkjum mótar þessi trú allt stjóm-
arfarið, og þessi staðlausa kreddutrú veldur
mestu um það, að lýðræðisríkin eiga einlægt
í vök að verjast fyrir einræðisríkjum, og að
sú viðureign er engu síður andleg en ver-
aldleg; það allt bendir til þess, að vér tuttug-
ustu aldar menn séum pólitískir sálsjúkling-
ar.
Þetta hefm' einræðissinnum alltaf verið
ljóst. Þeir em herskarar dauðans í sókn
gegn menningu vorri. Sjúkleiki eflir vald
þeirra; þess vegna eru þeir slyngir að greina
sjúkdóma. Ef vér eigum að komast hjá tortím-
ingu, þá verðum vér að vera þeim jafnslyngir
í sjúkdómsgreiningu. En enginn greinir sjúk-
dóm rétt, sem gerir ráð fyrir, að ekkert sé að.
Síðan upplýsingartímabilið hófst, hafa fransk-
ir, þýzkir og enskir heimspekingar hver á fæt-
ur öðrum innrætt mönnum trú á skynsemd og
pólitíska heilbrigði einstaklingsins. Þar hafa
lagt til málanna alfræðingarnir frönsku,
marxistar, fylgismenn þeirra Benthams og
Owens og framfaramenn af öllum flokkum.
Frá Freud og lærisveinum hans hefur að vísu
fallið skuggi á þessa heiðríku trú á rökeðli
mannsins: vér höfum látið oss skiljast, að
kynhvöt vor er heft og afvegaleidd. Nú er
mál til komið, að vér gerum oss ljóst, að
pólitískar ástríður vorar eru ekki síður marg-
flæktar, bældar og rangsnúnar, nema fremur
sé.
Jámtjald hugans
í fljótu bragði virðast bollaleggingar um
„pólitískar ástríður, dulvitund og bældar
minningar'', einungis vera hugtaka- og orða-
leikur menntamanna. En sérhver hlutlæg at-
hugun á nútíma þjóðfélagshögum mun leiða
í ljós, að geðflækjur pólitískra ástríðna eru
eins djúpstæðar og engu síður raunveruleg-
t-----------------------------------^
Arthur Koestler er Ungverji,
sem gerzt heíur enskur þegn og
rithöfundur á enska tungu. Um
skeið var hann kommúnisti og
starfaSi í þjónustu flokks þeirra
í Þýzkalandi, á Spáni og víðar.
Koestler er nafntogaður fyrir
skilgreiningar sínar á pólitísk-
um vandamálum nútímans.
V___________________________________J