Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Qupperneq 30
76
NÝTT HELGAFELL
ar en geðflækjur þær, sem stafa frá kynlífi
manna.
Telja má mann sálsjúkan, ef hann er svo
utangátta við veruleikann, að hann reisir
dóma sína og skoðanir á óskum sínum og
ótta, en ekki á reynslu sinni. Sjúklingurinn
vísar brott úr vitund sinni hverri staðreynd,
sem líkleg er til að brjóta í bág vð óska- og
óttaheima hans, svo að úr þeim verða duld-
ar geðflækjur. Ef þessari einföldu skýringu
er beitt við pólitískt atferði, sést að hún gildir
um alla pólitíska sálsýki, allt frá „stjórnuð-
um geðklofa" manna eins og Klaus Fuchs
og óskadraumum friðarvinanna, sem undir-
rituðu Stokkhólmsávarpið, til veruleikaflótta
hlutleysissinnans. Pólitísk orðtök sem menn
beita til að réttlæta duldan ótta sinn, eru
engu haldbetri en rök geðsjúks mcmns fyrir
því, hvers vegna hann eti ekki fisk.
f afskræmdan hugarheim sinn hleypir
sálsjúkur maður engri þeirri hugsun, sem
raskað gæti innra jafnvægi hans. Engin rök
geta sigrazt á orðhengilshætti hans og hár-
togunarlist né unnið bug á tilfinningavörn-
um hcms. Hinn innri vörður, — í fyllstu sál-
sýkisíræðilegri merkingu orðsins, — sem
verndar tálheim sjúklingsins gegn veruleik-
anum, er ólíkt öflugri en skoðanagæzla og
valdbeiting einræðisstjóma. Sá, sem þjáist
af pólitískri sálsýki, hefur einka-járntjald í
heilabúi sínu.
Óþægilegar staðreyndir, sem vísað hefur
verið á bug, bælast síðan og vefjast í duldar
geðflækjur. Pólitísk dulvitund hefur sín eigin
rök, sjúkdómseinkenni og tákn. Ef „bönnuð-
um'' hugsunum er hreyft við mann, sem þjá-
ist af pólitískri sálsýki, verður hann annað-
hvort æfur við eða brosir eins og sá, sem
er viss í sinni sök. Annaðhvort svarar hann
til hreinum skömmum, eða grípur til lævís-
legra útúrsnúninga. Ella myndi sýndarjafn-
vægi draumaheims hans raskast og skilja
hann eftir varnarlausan gegn nöktum heimi
veruleikans, sem er svo ógnþmnginn, að
hrollur fer jafnvel um hinn heilbrigða, þegar
hcmn horfist beint í augu við hann.
Bæld sektarvitund
I gasklefum í Auschwitz, Belsen og öðrum
tortímingarfangabúðum voru um sex milljón-
ir manna myrtar í lokaþætti síðari heims-
styrjaldar, og eru þetta mestu fjöldamorð,
sem sögur fara af. Þegar þau vom framin,
var meira hluta þýzku þjóðarinnar ókunnugt
um þau. En síðar hafa opinberar skýrslur,
bækur og kvikmyndir gert þessar staðreyndir
svo kunnar, að enginn siðmenntaður maður
getur lokað augunum fyrir þeim. Samt
tekst flestum Þjóðverjum þetta. Sannleikur-
inn hefur ekki komizt inn í þjóðarvitundina,
og mun sennilega aldrei gera það vegna
þess, hve skelfilegur hann er. Ef þjóðin
gengist við honum, ' myndi sektarþunginn
verða henni ofraun. Það myndi greiða þjóð-
arstolti Þjóðverja rothögg og gera að engu
tilraunir þeirra til að hefja sig aftur í stór-
velda tölu. Þegar Auschwitz og Belsen eru
nefnd í áheym gáfaðra og góðviljaðra Þjóð-
verja, gera þeir flestir annaðhvort að þegja
eða setja upp þjáningarsvip eins og hefðar-
frú á Viktoríutímabilinu, ef minnzt var á hin-
ar mddalegri hliðar lífsins. Aðrir neita þess-
um staðreyndum, telja þær stórlega ýktar,
eða beita í sömu andrá ýmsum rökum, sem
stangast gjörsamlega á, án þess að verða
mótsagnanna varir.
Hið eftirtektarverða við þessi viðbrögð er,
að þau koma upp um dulda sektartilfinn-
ingu, jafnvel hjá þeim, sem engan hlut áttu
að morðunum. Að lögum og svo langt sem
meðvituð þekking þeirra nær, em þeir sýknir
saka. Það er lagalega og siðferðislega rang-
látt að gera heila þjóð ábyrga fyrir hryðju-
verkum tiltölulega fárra glæpamanna. En hin
„pólitíska dulvitund" lítur öðru vísi á málið.
Hún gerir alla þjóðarheildina samábyrga
fyrir sigrum hennar og ósigrum, heiðri henn-
ar og sök. Pólitískar ástríður má skýrgreina
sem þörf einstaklingsins til að vera hluti af
félagsheild, þjóð, kynþætti, kirkju eða flokki,
nauðsyn hans á því að finna þar athvarf og
öryggi.
Þegar þessi hlutdeild í örlögum félctgs-
heildar er ánægjuleg, er því haldið á lofti.