Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Qupperneq 32
78
NÝTT HELGAFELL
óminni var vatn á millu þeirra. Afstaða
þeirra á þessum árum er almenningi gleymd
vegna eyðu í minni þjóðarinnar.
Sálgerð Frakka núorðið er reist á rang-
færslu og sjálfsblekkingu. Þjóðsagan um
hina ósigruðu og sigursælu þjóð festi fyrst
rætur með þegjandi samkomulagi, en varð
síðan brátt að trúaratriði. Margur fyrrverandi
samstarfsmaður Þjóðverja ber nú ekki ein-
ungis heiðursmerki andspyrnuhreyfingarinn-
ar í hnappagatinu, heldur trúir því í ein-
lægni, að hann hafi til þess unnið. Honum
finnst undir niðri, að hann sé ein af hetjum
andspyrnuhreyfingarinnar, vegna þess að
hann dáir þær. Hér endurtekur sig sagan um
Goethe vorn, Jóhönnu vora frá Orleans,
hetjuþjóð vora o. s. frv.
Hér eru að verki sömu öfl og með þýzku
þjóðinni', en með þveröfugum árangri. Hjá
Þjóðverjum leiddi samruni einstaklingsins
við þjóðarheildina til sameiginlegrar sektartil-
finningar, sem bæla varð niður í djúp dul-
vitundarinnar. Hjá Frökkum leiðir hann til
sameiginlegrar frægðar, sem gefur pólitísk-
um ástríðum byr undir báða vængi. En hinar
bældu minningar hafa látlaus og skaðvæn-
leg áhrif á siðferðisþrek þjóðarinnar. Skrök-
sögu fortíðarinnar verður aðeins haldið lif-
andi með því að flýja veruleika samtíðar-
innar. Samkvæmt þjóðsögunni skuldar Frakk-
land engum neitt. Ef Frakklandi er veitt
Marshall-hjálp, er það gert til framdráttar
einhverjum leyniáformum í Wall Street. Ef
vopn eru gefin og her sendur, er það til
stuðnings heimsveldisstefnu Bandaríkianna.
Hinar einu styrjaldarminningar Frakka um
Bandaríkjamenn, sem haldizt hafa skýrar og
óbrjálaðar, eru þær, að sprengjuflugvélar
þeirra misstu oft marks, eyðilögðu mannvirki
og urðu frönskum borgurum að fjörtjóni, enn
fremur að bandarískir hermenn drukku sig
oft fulla og náðu hylli franskra kvenna með
sígarettugjöfum. Ekkert amerískt frelsunar-
starf framar! Látið oss afskiptalausa, vér vilj-
um fá að vera í friði! Vér þörfnumst ekki
ölmusugjafa yðar og viljum hvorki kóka-
kólaflöskur né atómsprengjur! Ef þér látið
oss afskiptalausa, munu Piússar einnig sjá
oss í friði.
Alls konar tilbrigði þessa stefs má lesa á
hverjum degi í frönskum blöðum, sem túlka
þó margvíslegar stjórnmálaskoðanir. Hið
eina, sem aldrei er minnzt á, er hin hörmu-
lega en mikilvæga staðreynd, að frelsi og
sjálfstæði Frakklands er komið undir ægi-
mætti bandarískra kjarnorkuvopna. Ef menn
gerðu sér þetta ljóst, myndi allur þessi tál-
heimur hrynja. Þá yrði óttinn einn eftir —
óbærileg niðurbæld skelfing manna, sem
fyndu, að þeir stæðu raunverulega varnar-
lausir gegn ógnarvaldi Rússa.
Þess vegna verður að halda þessum blekk-
ingarleik áfram og flýja veruleikann, hvað
sem það kostar. Hér er hvorki um vísvitandi
hræsni né vanþakklæti að ræða, og þessi
dómur felur því ekki í sér neina lítilsvirðingu
á skapgerð Frakka. Sérhver þjóð, sem hefur
orðið að þola þrjár innrásir á tæpum þrem-
ur aldarfjórðungum, og misst hefur á vígvell-
inum að minnsta kosti einn karlmann í
hverri fjölskyldu, myndi þjást af sömu teg-
und sálsýki.
Flótti frá veruleikanum
Flótti frá veruleikanum er núorðið ein-
kenni Evrópumanna, en þó hefur þessi löst-
ur fylgt Bretum dyggilegast um langt skeið.
Þeir virðast hafa öðlazt ónæmi sitt fyrir múg-
sefjun með því að brynja sig gegn veruleik-
anum. Þennan galla kunna þeir að dylja
af mikilli íþrótt með því að láta heimskupör
sín sýnasl geðfellda ráðsnilli.
Þegar loftárásir Þjóðverja á Lundúnir
stóðu sem hæst, fór P. E. N. klúbburinn þess
á leit við Louis Golding, að hann gerði í er-
indi samanburð á brezkri og bandarískri
skáldsagnalist. Golding hafði rétt lokið ræðu
sinni, þegar merki um loftárás var geiið, en
umræðunum var haldið áfram, eins og ekk-
ert hefði í skorizt. Annar eða þriðji ræðu-
maður var skorpinn, lítill, góðlátlegur ná-
ungi, sem hafði að ég held ritað ævisögu
lítt kunns náttúruskoðara á 17. öld. Hann