Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Page 35

Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Page 35
UM PÓLITlSKA SÁLSÝKI 3i ar fær hann til a5 reka upp ramakvein ang- istar og örvæntingar, en hann finnur afsökun hinum svívirðilegustu glæpum, sem framdir eru af andstæðingum hennar. Þegar dökkum eða gulum tennisleikara er neitað um her- bergi í einhverju fínu gistihúsi í Lundúnum, titrar S. S. af hneykslun, en þegar milljónir manna tærast upp í heimsskautanámum og timburhjöllum í Sovétríkjunum, er hin við- kvæma samvizka hans þögul. S. S. er rang- hverfur ættjarðarvinur, sjálfshatur hans og sjálfsrefsingarþörf hafa snúizt upp í hatur á þjóð hans eða stétt, og hann þráir vöndinn, sem geti veitt henni ráðningu. Þrá eftir öruggu athvarfi Það er hversdagslegur sannleikur í sái- sýkisfræði, að enginn maður sé fullkomlega andlega heilbrigður. Á „heilbrigðum" manni og sálsjúkum er aðeins stigsmunur, en ekki eðlis. Á sumum tímabilum sögunnar hafa félagslegar og menningarlegar aðstæður stuðlað að sálsýki og öðru óeðli. Á gullöld Grikkia var kynvilla meðal karlmanna mjög almenn. Á árunum 1920—1930 var lauslæti algengara en nokkru sinni fyrr. Pólitískar ástríður eru einnig háðar sveiflum, stundum eru þær eðlilegar, stundum nálgast þær geð- bilun. Um alllangt skeið höfum vér séð þær stefna í áttina til geðbilunar. Hér er aðeins kostur að drepa lauslega á nokkrar hugsanlegar orsakir þessa fyrirbær- is. Kynhvötin hefur það markmið að halda lífinu við, en pólitískar ástríður eiga hins- vegar rætur í þrá mannsins tíl þess að sam- laga sig hugsjónum og verðmætum félags- heildar, m. ö. o. í þrá hans eftir samfélags- legu athvarfi. Hvort tveggja eru mannlegar frumhvatir, þótt hin mikla áherzla, sem Freud ieggur á kynhvötina, hafi um nokkurra ára- tuga skeið dregið athygli manna frá mikil- vægi hinnar. Á miðöldum lifðu menn í tiltölulega örugg- um heimi, þrátt fyrir styrjaldir, hallæri og drepsóttir. Hinn óskoraði myndugleiki kirkj- unnar, fast form miðaldaríkisins, bjargföst trú á forsjónina og guðlegt réttlæti veitti mönnum ríka öryggiskennd. Þeir vissu, hvar þeir voru á vegi staddir. Seinna kom hver byltingin á aðra ofan: fyrst endurreisnar- tímabilið, þá siðaskiptin og loks franska og rússneska byltingin, sem tættu smám saman með öllu í sundur traust manna á þjóð- félagið og tilveruna. Gervallri jörðinni, sem áður hafði verið fastur miðdepill alheimsins, var nú breytt í tilraunastofu, þar sem allt snerist í einni hringiðu. Ævaforn verðmæti voru sögð til einskis nýt, fjötrar voru brotnir og pólitískum ástríðum mannsins gefinn laus taumur, eins og ástarþrá ungs manns. En leitin að nýju skipulagi og trú, sem sé svo víðfeðma, að hvort tveggja nái yfir afstöðu mannsins til alheimsins og samfélagsins, hefur engan árangur borið til þessa dags. Tuttugustu aldar maðurinn er pólitískur sál- sjúklingur vegna þess, að hann á engin svör við spurningunni um tilgang lífsins og af því að hann veit ekki, hvar hann á heima í veröldinni né samfélagi mannanna. Hvöt, sem fær ekki útrás, getur eftir atvik- um birzt í margvíslegum myndum, og ein- kenni, sem virðast í mótsögn hvort við ann- að, koma oft fyrir hjá sama manni. Lang- vinn vonbrigði og uppgjöf geta leitt til þess, að hvötin visni. Sjúklingurinn verður félags- legt dauðyfli, vonbrigði hans snúast í póli- tískt mannhatur og andfélagslega hegðun. Greinilegasta dæmi um ófullnægðar pólitísk- ar ástríður er að finna í Frakklandi nútím- ans. ‘Ennþá hættulegri er hin andstæða þróun. Ef samfélagsþráin fær ekki útrás getur það leitt til „pólitískrar kynhleðslu", sem kemur fram í blindri sjálfsfóm í þjónustu einhvers djöfullegs málefnis. Þeir samtíðarmenn vor- ir, sem dýpst söknuðu hinnar horfnu Para- dísar, voru jafnframt hinir fyrstu, sem heill- uðust af gervi-himnaríkjum: Heimsbylting- unni, Sovét-Rússlandi eða Þúsund ára ríki Hitlers. Af þessu má þó ekki draga þá ályktun, að menn skyldu vanmeta mikilvægi fjármála og félagsmála. Enginn geðlæknir getur til dæmis ráðið bót á eymd og sjúkdómum

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.