Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Side 36

Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Side 36
BÓKMENNTIR EFTIHÞANKAR UM AKADEMIU TUNGAM í TÍMANS STRAUMI. Árið 1953 kom út lítið kver með þessu nafni eftir Kristjón Albertsson, en í því eru birtar fjórar greinar hans um stofnun akademíu á Islandi. Vildi hann með útgáfu þess vekja menn til um- ræðu enn á ný um þessa hugmynd. Því mið- ur tókst það ekki, og hefur málið legið f þagnargildi síðan. Það væri illt, ef svo yrði öllu lengur, því að ekki eru enn leyst, svo að vel sé, þau vandamál, sem þama er á drepið. Fremst í kveri Kristjáns er greinin, Þróun íslenzkunnar, sem birtist í Skírni árið 1939, en þar bar Kristján fyrstur manna, að því er þá var talið, fram tillögu um stofnun, sem „væri skylt að vaka yfir þróun tungunnar, löggilti nýyrði, aðfengin og heimafengin, og kæmi þeim á framfæri við skóla, blöð og allan al- menning." Ellefu árum síðar fékk hugmynd þessi fast form í frumvarpi því um Akademíu íslands, sem Bjöm Ólafsson lagði fyrir Al- þingi, en tvær greinar í kverinu vom skrif- aðar því til stuðnings. Birtust þær í Morgun- blaðinu og munu enn vera mörgum mönn- um í fersku minni, enda gerist nú fátítt, að svo veigamiklar greinar séu ritaðar í íslenzk dagblöð. Þrátt fyrir þetta fékk málið lítinn byr og var því stungið svefnþom á þingi flestum að sársaukalausu. Kristján undi að vonum illa við þessi mála- lok, og í lokagreininni, sem birtist í Morgun- blaðinu haustið 1953, finnur hann huggun í sextíu ára gamalli grein eftir Einar Bene- diktsson, sem þá var nýkomin á prent á ný í bókinni, Laust mál. En þar stingur skáldið upp á því, að stofnuð sé nokkurs konar orð- myndunarnefnd, sem skipuð sé skáldum og málfræðingum. Mundi sú nefnd hafa orðið um flest allólik akademíu Kristjáns, enda þótt hlutverkið væri að nokkru hið sama. Það er því nokkuð djúpt tekið í árinni hjá Kristjáni að segja, að með stofnun akademíu sé verið að koma í framkvæmd æskuhugsjón Einars. Um þetta er þó ekki ástæða að sakast, því hinna stóm Asíuþjóða. Aðalatriðið er, að sálræn starfsemi á sér stað, áður en efna- hagslegar þarfir þjóðar koma fram í stjóm- málaathöfnum. Og þessi sálræna starfsemi hefur oft leitt til athafna, sem stefna gegn hinni upprunalegu þörf. Hinir bjartsýnu hugs- uðir 19. aldarinnar héldu, að viðbrögð fjöld- ans myndu yfirleitt vera í samræmi við hags- muni hans, en 20. öldin minnir oss á, að jafnvel hásiðmenntuð þjóð eins og Þjóðverj- ar getur leiðzt til þess að granda sér í sál- sýkiskasti og skeytir þá vissulega ekki um efnahagslegar afleiðingar. Skynsemin ein megnar ekki að frelsa oss frá áráttu af þessu tagi. Hugmyndakerfi ein- ræðisstefnanna svala tilfinningum þeirra manna, sem leggja trúnað á þær, og full- nægja þrá þeirra eftir athvarfi í skauti sam- félagsins. Það er álitið heppilegt, að stjómmálamenn viti einhver deili á sögu og hagfræði. Nú er kominn tími til að þeim verði gert að kynna sér undirstöðuatriði sálarfræðinnar og íhuga hin furðulegu sálrænu öfl, sem knýja menn til að vinna gegn eigin hagsmunum af svo ósveigjanlegri einbeitni. (Þýtt og stytt).

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.