Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Síða 37
BÖKMENNTIR
83
að Kristján fer þarna að dæmi allra hinna
meiri háttar spámanna, sem ætíð hafa rakið
upphaf kenninga sinna langt aftur í tímann.
Nýjungar í menningarmálum og andlegum
efnum hafa lengi verið óvinsælar. Því nýstár-
legri, sem þær hafa verið, þeim mun meiri
þörf hefur verið að útvega þeim virðulegt
faðerni.
ÞAÐ ER ÁSTÆÐA til að íhuga, hvers
vegna akademíumálið hefur hlotið svona
daufar undirtektir. Ekki er Kristjáni um að
kenna, því að málflutningur hans hefur verið
djarflegur og skemmtilegur. Segist honum
margt vel um það, hversu nota skuli íslenzka
tungu, og hann færir gild rök að því, að nú
sé brýn þörf aðgerða til að efla íslenzkuna
að orðum og vemda hana gegn málleysum
og smekkleysum. Hitt sýnir hann ekki jafn-
vel fram á, að stofnun akademíu sé heppi-
legasta lausn þess máls.
Það er einhver útlenzku keimur af aka-
demíunni, og mun nafnið eitt nægja til þess
Er það sannarlega ekki sigurstranglegt að
hefia herferð til vemdar íslenzku máli með
orðið akademía letrað á skjöld sinn. Fyrir-
mynd Kristjáns mun einkum hafa verið Aka-
demían franska, en það er ekki nóg að fatið
sé sótt til Parísar, ef það er ekki sniðið við
hæfi þess, sem í það á að klæðast. Með aka-
demíufrumvarpinu, segir Kristján, að sé „far-
ið fram á, að við berum vegsemd og vanda
af tungu okkar einna líkast því sem við vær-
um stórþjóð." En við emm ekki stórþjóð og
okkur hæfir oft allt annað en þeim. Það er
því ekki einhlítt að sækja fyrirmyndir til
þeirra. Sérstaklega á það við um menningar-
stofnanir, því að • rætur þeirra þurfa að
hggja djúpt, ef þær eiga að komast til nokk-
urs þroska. Slíkt yfirsést oft þeim íslending-
um, sem dvalizt hafa langdvölum erlendis.
t heitu lofti erlendra stórborga, fjarri íslenzk-
um hversdagsleika, vaxa oft í hugum þeirra
skógar hugmynda Islandi til fremdar, sem
fcdla og visna jafnskjótt'og kemur hingað
norður í nepjuna.
Islendingar em þannig gerðir, að erfitt mun
reynast að kenna þeim að bera tilhlýðilega
virðingu fyrir virðulegum stofnunum. Það
kann að vera sorgleg staðreynd, en hana
hljóta flestir að viðurkenna. Tign akademí-
unnar mundi því ekki verða nægileg trygg-
ing þess, að menn fengjust til að sætta sig
við úrskurð hennar, og em viðtökur þær, sem
þessi hugmynd hefur fengið, nokkur ábend-
ing um það.
Kristjáni finnst fjarstæða að óttast, að aka-
demían vanræki starf sitt og reynist tildur-
stofnun. Hann segir: „Með hvaða rökum
leyfa menn sér að láta í ljós slíkan ótta?"
Það mætti til dæmis benda á sjálfa fyrir-
myndina, Akademíuna frönsku, en í hana
eru menn kosnir eftir vegtyllum, svo að jafn-
vel hershöfðingjar fá þar inngöngu vegna
írægðar sinnar. Veigameiri rök má þó finna
með því að íhuga, hvemig líkindi em til, að
slík stofnun starfi hér á landi.
Líklega mundi það verða talinn hinn mesti
heiður hverjum rithöfundi eða fræðimanni að
vera kjörinn félagi í akademíunni. Með
kosningu til hennar mundi fyrst og fremst
vera lagt mat á ágæti hvers manns á sínu
sviði, en um hitt mundi ekki verða skeytt,
hvort maðurinn væri líklegur til nýtilegs
starfs í þágu íslenzkrar tungu. Mundu því
margir félagar hennar reynast lélegir ný-
yrðasmiðir og málhreinsunarmenn, en utan
garðs verða margir hinir nýtustu menn á
því sviði. Til gamans skulum við setja sam-
an akademíu eins og hugsazt gæti að hún
yrði nú skipuð. I henni gætu orðið til dæmis
þessir menn: Halldór Kiljan, Gunnar Gunn-
arsson, Davíð, Tómas, Guðmundur Hagalín,
Þórbergur, Kristmann, Jón Helgason, Sigurð-
ur Nordal, Alexander Jóhannesson, Einar
Ólafur Sveinsson, Kristján Albertsson.
Þótt þarna sé margt ágætra manna, er hóp-
urinn ærið sundurleitur, og er hætt við, að
samleikurinn yrði ekki alltaf góður. Mundu
þessir menn verða sammála um stafsetn-
ingu og greinasetningu? Mundu þeir verða
sammála um notkun tökuorða í íslenzku? Er
yfirleitt líklegt, að þeir yrðu sammála um
nokkuð, sem allir eru ekki þegar sammála