Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Page 38
84
NÝTT HELGAFELL
um? Ef vcdd atkvæða væri látið ráða úrslit-
um, er þá líklegt, að þeir af þessum mönn-
um, sem væru í minnihluta mundu breyta
stíl sínum og máli til að þóknast meirihlut-
anurn? Það er ekki auðvelt að svara nokk-
urri af þessum spurningum iátandi. Hins veg-
ar væri vandalítið að skipa í margar smá-
nefndir manna, sem gætu unnið mikið og
samstillt starf á þessu sviði, enda þótt þeim
væri ekki gefið tignarheitið akademía.
Það er lagt til í frumvarpinu, að félagar
kjósi sjálfir nýja félaga svo sem títt er í slík-
um stofnunum erlendis. f þessu liggur sú
hætta, að akademían verði með tímanum
mjög einstrengingsleg og íhaldssöm, og ein-
hver sérstök stefna verði þar ætíð ofan á.
Gæti þá svo farið, að hún yrði ekki verndari
tungunnar, heldur steinrunnið tröll í farvegi
íslenzkrar málþróunar.
AÐALATRIÐIÐ er þetta: Eigi að fela ein-
hverri ákveðinni stofnun það hlutverk að efla
og vernda íslenzka tungu, verður að kjósa
menn til hennar eftir því, hvers starfs megi
af þeim vænta á því sviði. Akademían yrði
hins vegar fyrst og fremst virðingarstofnun.
Virðingin skipti þar mestu máli, ekki starfið.
Það kann vel að vera, að slík stofnun eigi
rétt á sér, og væri þá nokkurs konar heiðurs-
stofnun fyrir afburðamenn í listum og skáld-
skap, en þá er líka komið út á allt aðra
braut en fyrir Kristjáni vakir.
Sú hefur orðið reyndin á, að hugmyndir
Kristjáns og akademíufrumvarpið hafa orðið
að miklu gagni og komið hreyfingu á margt,
sem íslenzkri málvernd hefur orðið til góðs,
enda þótt í öðru formi yrði en því, sem hann
hafði ráð fyrir gert. Stofnun nýyrðanefndar
og hin merkilega starfsemi hennar, sem þeg-
ar hefur borið sýnilegan árangur í útgáfu
nokkurra hefta nýyrðasafns, er óbeinn ávöxt-
ur akademíufrumvarpsins. Ekki er laust við,
að sumum mönnum hafi þótt nóg um vald
það, sem nýyrðanefnd hefur verið fengið í
þessum efnum. Það er þó sízt að örvænta, á
meðan ritfærir menn gleyma ekki að minna
höfuðpresta tungunnar á, að það er þjóðin
sjálf, sem ætíð hlýtur að verða æðsti dóm-
stóll um rétt og gott. En þegar enginn þorir
lengur að deila við málfræðinga á þeim vett-
vangi, hættir íslenzkan að vera lifandi tunga
á vörum þjóðarinnar.
J.N.
Glæparit
GLÆPARITIN svonefndu eru mörgum góð-
um mönnum áhyggjuefni, og er þess
skemmst að minnast, að blöðin gátu þess,
að tvö kaupfélög úti áHandi samþykktu að
banna sölu þeirra í bókabúðum sínum. Ætla
má, að andstæðingum ritanna gangi meir
til siðferðileg en fagurfræðileg vanþóknun:
menn óttast, að glæpasögur hafi siðspillandi
áhrif á börn og unglinga. Slíkt er ósannað
mál, en hitt er víst, að þau skemma bók-
menntasmekkinn og eyða tímanum frá holl-
ari bóklestri. Góðir reyfai-ar hverfa vonandi
aldrei úr sögunni, fremur en tafl og spil, en
þeir eru einkum dægradvcl handa menntuðu,
fullþroska fólki, sem kann að lesa þá, án
þess að rugla persónum þeirra saman við
lifandi fólk eða draga af þeim lærdóma um
heiminn. Sá er einmitt munurinn á reyfurum
og bókmenntum, að þeir koma lífinu ekkert
við. Það er ævinlega slæmur reyfari, sem
læzt vera bókmenntir eða „sönn frásögn".
Samt reynir allur þorri manna ósjálf-
rátt að lesa reyfara eins og þeir væru bók-
menntir eða að öðrum kosti „sannsögulegir".
Þegar einhver afgreiðir — og afsakar —
reyfara með þeim ummælum, að hann sé
„vitlaus", er það jafnan af því, að honum
þykir sagan ekki nógu sennileg — ekki
nógu lífsönn. Það er alveg óvíst, að slíkur
lesandi myndi nokkurn tíma geta lært að
meta góðan reyfara, en hugur hans stendur
til góðra bókmennta, hvort'sem honum er
það ljóst eða ekki.
Rit, sem birta „sannar" sögur af glæpum
og hryðjuverkum í stíl erlendra police
gazettes og kvöldblaða stórborganna, eru nú
í miklum uppgangi hérlendis. Að sama skapi