Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Síða 40

Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Síða 40
86 NÝTT HELGAFELL mín hönd, sem brýndi logandi sverð viians jafnskjótt og eggjar þeirra tóku að slævast í snjókófinu ..." En óbyrgðartilfinningin gerir hann að sakamanni; hann gengst ósjálfrótt við sam- sekt að hinum voveiflegu atburðum, sem ger- ast við ströndina —, og samábyrgð um leið að kvölum blekkts og hrakins mannkyns. Þetta er siðferðilegt inntak sögunnar, sem brjálast ekki, þó að höfundi kunni að bregð- ast bogalistin, þegar hann fer að lýsa öðrum en vitaverðinum. Vörðurinn ber söguna uppi — eins og til stendur. Skipbrotsmannahópurinn verður hins vegar sviplaus strax og hann kemur á land, og það liggur nærri að sagan missi marks fyrir bragð- ið: það er svo bágt að láta sér ekki á sama standa um hópinn og afdrif hans. En vita- vörðurinn bjargar enn sögunni. Viðbrögð hans í sögulok eru hvert öðru trúlegra. lafn- vel strandmennimir lifna snöggvast af ná- vist hans, þegar hann stendur fyrst 'frammi fyrir hópnum og heilsar þeim öllum, 24 að tölu með handabandi! Þreyta varðarins og Edensþrá að loknu erfiði eru rökrétt og heppileg sögulok. Þannig hlaut höf. að skilja við hann. Heyrnarlaus og mállaus maður hefir verið sendur til að draga líkin undan sjó; það er óhugsandi, að vörðurinn eigi í bili afturkvæmt í daufdumb- an mannheim.. En jafn ólíklegt að höf. sé með öllu skilinn að skiptum við manngerð vitavarðarins, sem honum hefir tekizt að gæða svo sjálfstæðu og sterku lífi og blása í brjóst neista af samvizku aldarinnar. K. K. „Frá góðu fólki" Alan Paton: Grát, ástkæra fóstur- mold. Almenna bókafélagið, 1955. Þessi bók segir frá góðu fólki. Sá sem drepur er góður, sá sem drepinn er engu lakari, feður þeirra og synir fallast í faðma í sögulok. Vondu mennirnir em tómir skugg- ar, flestir nafnlausir, okkur varðar ekkert um þá. Böl góðu mannanna er sprottið af ein- hverjum illum öflum, sem að litlu leyti sjást og varla er reynt að skýra. Helzta ráðið til að koma í veg fyrir hungurdauða bamanna er að þiggja mjólk hjá góða hvíta mannin- um og plægja síðan jörðina uppímóti svo að hún verði síður örfoka. Eins og kunnugt er hafa hvítir menn á undanförnum öldum leitazt við að kúga alla sem eru öðruvísi á litinn en þeir sjálfir: rauð- ir, gulir, svartir eða mórauðir. En þessi mis- lita hjörð reynir nú æ ákafar að hrista af sér okið, heimtað sama rétt og þeir sem ljósari em á hömndslit. Um þau átök hafa margar sögur verið skrifaðar á undan þess- ari og flestar á einn veg: þær lýsa miskunn- arlausri grimmd og harðýðgi hvítra manna gegn mislitum. En öll þau rit virðast ekki hafa borið mikinn árangur. Fyrir skömmu ærðust hvítskinnar í suðurlöndum Banda- ríkja þegar æðstu stjómarvöld landsins kváðu svo á að mislit börn mættu ganga í sömu skóla og hvít. 1 Suður-Afríku hefur hvít- um mönnum tekizt að halda þeim forréttind- um auðs og hömndslitar sem þeir hafa haft frá því er þeir brutust inn í landið, og á síð- ustu árum hefur doktor Malan og aðrir stjóm- arherrar Suður-Afríku lögfest allsherjarkúg- un blámanna þar í landi. Mér er nær að halda að Alan Paton viti betur en hann lætur. En hann sér hve lítinn árangur allar eldri skáldsögur um Tómas frænda og böm hans hafa borið, og því reynir hann að troða nýja slóð. Vera má, að saga hans verði klæði á vopn í þeirri hatrömmu baráttu sem tvær til þrjár milljónir hvítskinna í Suður-Afríku heyja nú við átta til tíu milljónir þeldökkra manna sem byggja sama land. Og hið slétta og bjarta yfirborð þessarar bókar hentaði vel, þegar hún var valin til útgáfu hjá hinu nýstofnaða Almenna bókafélagi. JÓNAS KBISTIÁNSSON

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.