Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Page 44
MYNDLIST
k.3 ■'» <* "* CS ^ ‘
$
S
|
i^S^SKS^SS
EFTIR KJARVALS- og Ásgrímssýningarnar
í vetur, sem meiri hluti bæjarbúa sótti og
margir aftur og aftur, hefir verið fremur lítið
um að vera á listasöfnum bæjarins, eða að-
eins tvær sýningar, þeirra Valtýs Péturssonar
og Veturliða Gunnarssonar, auk sýningar á
danskri myndlist í Listasafninu í sambandi
við komu konungshjónanna.
Sýningar þeirra Valtýs og Veturliða vöktu
athygli, einkum sýning Veturliða, en þar
seldust tugir mynda. Myndir Valtýs voru að
vanda allar óhlutlægar, en sýningin var
mjög fjölbreytt og skemmtileg. Valtýr Pét-
ursson er gáfaður og alvarlegur listamaður,
en mjög leitandi og óráðinn enn. Svipað má
að því leyti segja um Veturliða, að hann
hefir ekki fundið form, sem svara til hinnar
furðulegu sköpunargleði og ríku þarfar til
mikilla átaka, sem þessi sérkennlegi maður
virðist hlaðinn.
Frá útlöndum bárust fréttir af ísl. lista-
mönnum, sem getið hafa sér góðan orðstír.
Guðm. Guðmundsson, ungur málari, hlaut
mikla viðurkenningu í Róm fyrir verk sín,
og ung listakona, Ásgerður Ester Búadóttir,
hlaut gullpening fyrir ofið veggteppi og fleiri
verk. Er það mikill heiður, þar sem þarna
voru sýnd verk eftir mörg þúsund listamenn
frá flestum löndum Evrópu.
R. J.
Rabb við Gunnlaug Scheving
Ég lagði að gamni mínu nokkrar spurninaar fyrir
Gunnlaug Scheving einn daginn, þegar við sátum yfir
kaffibolla, og fara þrjár þeirra hér á eftir ásamt svörum
hans. Eins og spumingarnar bera með sér, var engan
veginn til þess ætlazt, að þetta yrði formlegt eða sam-
fellt viðtal, og því hefir Gunnlaugur ekki heldur svarað
þeim a!ls staðar orði til orðs. En svörin eru svo blátt
áfram, að ég tel víst, að lesendum muni þykja fengur
i að heyra þau, jafnvel fremur en margar bóklegar
kennisetningar um list. R. J.
I. SPURNING. — Þér finnst eflaust dálítið
barnalegt, að leggja þá spurningu fyrir list-
málara, hvort hann hafi gert sér grein fyrir
því, hvemig ákveðið tímabil markast í list-
sögunni, og ástæðum fyrir því að list virðist
stundum allt í einu verða að meira eða minna
leyti áhrifalaus, og hættir að gleðja fólk eða
koma við hjartað í því cg gera líf þess rík-
ara og fyllra?
SVAR. — Sumir listamenn gera sér eflaust
grein fyrir hvemig slík tímamót markast,
aðrir gera það Ííklega ekkert sérstaklega.
Hvað viðkemur áhrifaríkum eða áhrifalaus-
um köflum í menningar- og listsögu þjóðanna
yfirleitt, álít ég að það sé ekki listin ein, sem
ræður úrslitum í þeim efnum, heldur líka
smekkur hverrar einstakrar kynslóðar.
Verk listamannsins breytist ekki með tíð
og tíma, en smekkur fólksins, sem svo er
kallað, breytist sífellt. Sú list, sem þótti leið-
inleg fyrir hundrað árum, er skemmtileg í
dag. Það, sem er áhrifalaust í dag, getur
orðið hrífandi á morgun.
II. SPURNING. — Verður ekki öll list fyrr
eða síðar úrelt og dauð eins og önnur mann-
anna verk.
SVAR. — Hvað er móðins núna þessi árin
í myndlist? Auðvitað svo margt, og þar á
meðal eru myndir sem sagt er, að séu þær
elztu er fundizt hafa, málverk gerð af frum-
stæðu fólki sem bjó í hellum og þekkti ekki
hús. Ef til vill verða þessar myndir gamal-
dags á næstunni — heltast úr lestinni, líkt
og á sér stað nú um ýmsa listamenn, sem