Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Side 45

Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Side 45
LISTIR 91 voru í móð fyrir svona tíu árum síðan. — Það er stundum dálítið erfitt að greina hin ákveðnu tímabil listarinnar sundur. III. SPURNING. — Þegar ný list kemur fram, listastefna, stíll eða hvað þú vilt kalla það, þýðir það ekki í raun og veru að það mál, sem náð hefir eyrum fólks, sé þá allt í einu orðið óskiljanlegt og framandi og lista- maðurinn fái því ekki lengur tjáð hug sinn á því máli? SVAR. — Sú tunga, sem listamaðurinn tal- ar, er ekki ætluð hjarta fólksins. Hann vinn- ur eftir eigin smekk og geðþótta, án þess að gera sér þess nokkra sérstaka grein, hvað fólkinu kann að falla betur eða verr. Sú list- sköpun, sem miðaði að smekk almennings, væri raunverulega óhugsanleg. 1 slíku tilfelli yrði listamaðurinn að gæta þess nákvæm- lega að segja eða vinna ekkert frá eigin brjósti, og ef slík vinnubrögð væru möguleg, sem þau eru alls ekki, myndi listamaðurinn uppgötva þá staðreynd að í innsta eðli sínu á fólkið engan sérstakan smekk sem hægt væri að nota sem kvarða til þess að fara eftir. Breyting í listum er raunverulega einn þátt- ur framvindu mannlegs lífs, eins og hún kemur fyrir á hverjum einstökum tíma, og ætti hverjum manni að vera skiljanleg sú staðreynd, að hinni yngri kynslóð listamanna hlýtur ávallt að vera það eðlilegt, að breyta að einhverju leyti til frá því sem áður var. Það hafa verið til listamenn, sem kallaðir eru sígildir. Það er sagt um marga þeirra, að samtíðin hafi á sínum tíma ekki skilið þá: Þeir voru þess vegna ekki sígildir á sínu eigin æviskeiði. En sá smekkur, sem þá var ríkjandi, getur vissulega komið aftur, ein- hvern tíma seinna. Það hafa líka verið til listamenn, sem allt- af haía verið sígildir, einnig á meðan þeir lifðu. Af þeirri staðreynd er freistandi að draga þá ályktun, að í smekk kynslóðanna, öld fram af öld, sé þrátt fyrir allar breyting- ar eitthvað það sem er sameiginlegt, en mér er ekki kunnugt, hvað það kann að vera. Ritstjórar Nýs Helgafells hafa beðið mig að skrifa lítillega um leiklistarlífið í höfuð- staðnum það sem af er þessu leikári. Ekki má þó líta á þetta stutta skrif mitt sem leik- gagnrýni, heldur aðeins athugasemdir leik húsgests um það, sem fyrir hann hefur borið. Vegna þess, að ég hef dvalið erlendis, hefi ég ekki átt þess kost að fylgjast með þvi, s©m hér hefir gerzt undanfarin ár, nema af afspurn og úr fjarlægð. Ég ber því óhjá- kvæmilega saman við það, hvernig hér var íyrir tólf til fjórtán árum, en þegar sá sam- anburður er gerður, nálgast leikár eins og það, sem nú er að enda, ævintýri, svo margt var að heyra og sjá, Það furðulegasta, sem fyrir mig hefir bor- íð í leikhúsunum í vetur, skeði þó ekki á Ieiksviðinu, heldur í áhorfendasalnum. Ég hefi tvisvar farið á þriðju sýningu á nýju leikritin, og í bæði skiptin var aðeins hálf- fullt hús. Að slíkt skuli geta komið fyrir, finnst mér lýsa svo óskiljanlegu sinnuleysi, að áður en farið er að skrifa um leikhúsin og starfsfólk þeirra, verður að athuga lítil- lega viðhorf leikhúsgesta. Það er ekki nóg að eiga glæsilegt Þjóðleikhús til þess að guma af, það þarf líka að veita því, sem þar er verið að gera, traustan stuðning. Það væri ekki hægt að lá leikurum þótt þeim féllust hendur, þegar varla er hægt að fylla hús,

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.