Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Side 46
92
NÝTT HELGAFELL
©f fólki er boðið upp á eitthvað annað en
brandara.
Af því, sem gerzt hefur á sviðinu ber hæst
sýningar Þjóðleikhússins á Jónsmessudraumi
Shakespeares. Leikstjórn Mr. Hudd var með
ágætum, en hefði orðið enn betri, ef hann
hefði getað tekið til meðferðar framsögn leik-
aranna, sem í mörgum tilfellum var mjög
ábótavant. Leitt var að geta ekki lesið þýð-
ingu Helga Hálfdánarsonar strax að sýn-
ingu lokinni; vonandi verður hún ekki látin
liggja of lengi í handriti, án þess að vera
gefin út.
Þjóðleikhúsið fékk mikinn hvalreka á fjör-
ur sínar í vetur. I tilefni þess, að Halldóri
Kiljan Laxness voru veitt Nóbelsverðlaunin,
tók það upp aftur sýningar á Islandsklukk-
unni, og virðist hún ætla að ganga enda-
laust. Endurtekur sig þar sagan frá því í
fyrra, þegar höfð var hátíðasýning á Gullna
hliðinu í tilefni af sextugsafmæli Davíðs
Stefánssonar, og endirinn varð, að sýningar
urðu yfir tuttugu áður en lauk. Það er því
auðséð, að ef íslenzk leikrit ná á annað borð
almannahylli, eru þau traustur homsteinn
undir rekstri leikhúsanna. Ekki virðist þó
Þjóðleikhúsið vera þessarar skoðunar; þar
hefur ekkert nýtt íslenzkt leikrit verið sýnt í
vetur. Sýningar á tveim nýjum leikritum hafa
þó yerið boðaðar, en sýningum á báðum
frestað án þess skýring hafi verið gefin.
Nýtt íslenzkt leikrit hefur þó sézt á vetrin-
um, því Leikfélag Reykjavíkur sýndi Kjam-
orku og kvenhylli, nýjan gamanleik eftir
Agnar Þórðarson, og hefur þegar haft á hon-
um yfir 50 sýningar. Sannar þetta enn það
sem að framan er sagt um íslenzk leikrit.
Hjá L. R. var líka unninn mesti leik-
sigur ársins, en það gerði Helga Bachmann í
Systur Maríu. Ég hafði aldrei séð Helgu leika
áður, en mér hefði aldrei dottið í hug, að
þetta væri hennar fyrsta stóra hlutverk, ef
mér hefði ekki verið sagt það, svo tilþrifa-
ríkur og ömggur var leikur hennar. Systir
María var að mörgu leyti ágæt sýning.
Leikstjóri var Gísli Halldórsson, lék hann einn-
ig æði stórt hlutverk. Kom það mjög greini-
lega fram, hve hættulegt það getur verið, ef
sami maður er bæði leikstjóri og leikur stórt
hlutverk. Stjóm Gísla var sem sagt mjög
góð og leikur hans að mörgu leyti líka, en
leikurinn var bara alltof sterkur og bar sýn-
inguna algjörlega ofurliði. En Gísli er ungur
maður, og lærir vafalaust af reynslunni.
Með reynsluleysi er ekki hægt að afsaka
Indriða Waage, en í Vetrarferð lék hann aðal-
hlutverkið jafnframt því sem hann annaðist
leikstjórn. Þar urðu afleiðingamar þeim
mun sárari sem Vetrarferð er betra leikrit
en Systir María. Ég held, að Indriði hefði
náð enn meiiu út úr sínu hlutverki, ef hann
hefði verið heill og óskiptur í leiknum, en
hitt var þó ekki síður, að meðleikarar hans,
og þá sérstaklega Rúrik Haraldsson og
Katrín Thors, hefðu notið sín betur undir dá-
lítið ákveðnari leikstjórn.
Síðasta viðfangsefni Þjóðleikhússins á
leikórrinu var Djúpið blátt eftir Terence
Rattigan. Það má sjálfsagt deila endalaust
um leikritaval, en ég vildi, að ég gæti látið
mér detta í hug, þó ekki væri nema eina
góða ástæðu til viðbótar frægð höfundarins,
fyrir því að þetta leikrit var tekið til sýning-
ar. Þar koma fram manngerðir, sjónarmið
og viðhorf, sem eru svo ólík því sem hér
gerist, að það hlýtur að fara fyrir ofan garð
og neðan, ekki aðeins hjá leikhúsgestum,
heldur jafnvel hjá leikurunum sjálfum. Það
sem mesta eftirtekt hefur vakið í sambandi
við Djúpið blátt, er frammistaða Helgu Val-
týsdóttur í aðalhlutverkinu, og hefur hún
hlotið mikið lof, kcmnske óhóflega mikið.
En það er ekki heiglum hent að leika hlut-
verk eins og Hester Collyer. Vissulega sýndi
Helga bæði tilþrif og djúpar tilfinningar, og
þótt hún ef til vill klifi ekki sinn leiklistar
Everest, þá komst hún það nálægt tindinum,
að ef hún notfærir sér þá reynslu, sem hún
fékk í þessum leiðangri, getur hún ótrauð
gert næstu atrennu. Ég get ekki skilið við
Djúpið blátt, án þess að ljúka lofsorði á þau
Regínu Þórðardóttur og Jón Aðils fyrir af-
bragðs frammistöðu í smærri hlutverkum.
Ég hefði haft gaman aí að minnast hér