Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Page 20

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Page 20
Berliard StefáiiHson al])m.: ijálMæð!§- iiiálið Grein þessi var rituð í ágústmánuði s. I. sumar vegna þess, að þessu hefti tímaritsins var upphaflega œtlað að koma út í haust sem leið. Ritstj. Á næsta ári getur íslenzka þjóðin, ef engir ófyrirséðir atburðir hindra og hún sjálf stendur saman, endurreist hið forna lýðveldi, auðvitað með nútíma skipulagi, og fært hið æðsta vald í málum sínum endanlega inn í landið: „Hvort lengi þráðu marki móðir nær, er mögum lagt í hönd einn ársins dag, og hvi skal efast um, að niðjar noti lag?“ Það er ekki lengra síðan en svo, að ég man það vel, þegar fyrst var vakið máls á því í alvöru, að ísland skildi við Danmörku og stofnaði lýðveldi. Þetta þóttu draumórar þá og leiðandi menn þeirra tíma litu á slíkt tal sem fjarstæðu eina, einnig flestir þeirra, sem skeleggastir voru í frelsiskröfunum að öðru leyti. En margir æsku- menn hrifust af þessari hugsjón og heitstrengdu að vinna að fram- gangi hennar, þegar þeir hefðu aldur og þroska til. Nú eru þessir æskumenn að verða aldraðir og nú á æskudraumur þeirra að geta rætzt að ári liðnu. Það er stórt og alvarlegt spor, sem þjóðin stígur, er hún segir til fulls skilið við sambandsþjóð sína og ágætan konung. Það er því full þörf á, að hún athugi þetta stórmál sem bezt, aðdraganda þess, viðhorf nú og hvað í húfi er. Síðasta mannsaldur hefur þjóðin notið mikils frelsis og aukinnar velmegunar. Framfarir í landinu hafa verið stórstígar á öllum svið-

x

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál
https://timarit.is/publication/1051

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.