Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Blaðsíða 52
46
DAGSKRÁ
um rannsókn nýrra vinnuað-
ferða í vegagerð og símalagn-
ingu. Vinnuaðferðir vorar eru
margar hverjar orðnar ærið úr-
eltar. Sérstaklega eru vélar
mjög lítið notaðar enn sem
komið er. Vegir og símalagning-
ar munu vera mun dýrari hér
en í öðrum löndum með svip-
uðum skilyrðum. Stafar það
vafalaust af hinum óhentugu
vinnuaðferðum, sem ennþá eru
hér við líði, hvað þessa vinnu
snertir. Þó hefir á síðari ár-
um verið horfið meir og meir
að ákvæðisvinnufyrirkomulag-
inu og virðist það vera til bóta.
Önnur mál, sem snerta sam-
göngurnar eru þingsályktun um
tilhögun flutninga á langleið-
um, þingsályktun um nefndar-
skipun til að láta athuga skil-
yrði fyrir byggingu og rekstri
skipasmíðastöðvar í Reykjavík
og allsherjarskipulagi á strand-
ferðum landsins og þingsálykt-
un um flugmál íslendinga.
Ennfremur mætti nefna þings-
ályktun um innflutning efnis
til símalagninga og talstöðva
og tillögu til þingsályktunar um
flutningastyrk til hafnleysis-
héraða landsins, sem ekki varð
útrædd.
VI. Sjávarútvegsmál
Tvímælalaust er það, að stór-
felldra bóta þarf við á skipu-
lagi sjávarútvegsins. Stærsta
skrefið í þá átt, og það sem
vænta má mikils árangurs af,
er skipun milliþinganefndar í
sjávarútvegsmálum. Nefnd þessi
var skipuð samkvæmt þingsá-
lyktun, sem þeir Eysteinn Jóns-
son, Bernh. Stefánsson, Gísli
Guðmundsson, Skúli Guð-
mundsson og Ingvar Pálmason
fluttu í sameinuðu þingi. Hún
hefir nú þegar starfað um skeið
og undirbýr tillögur um löggjöf
er varðar félagsmál, verzlunar-
mál, þ. e. kaup á rekstursnauð-
synjum og sölu afurða, starfsemi
fiskimálanefndar og tryggingar-
mál útgerðarinnar. Ennfremur
gerir nefndin væntanlega til-
lögur um á hvern hátt bezt
verði fyrir komið endurnýjun
fiskiflotans.
Annað mikilvægt mál, er sjáv-
arútveginn varðar og þá sér-
staklega smáútvegsmenn, eru
hin auknu sjóðhlunnindi. Höfðu
einstakir útvegsmenn áður að-
eins haft heimild til 20% sjóð-
frádráttar en hlutafélög aftur
á móti heimild til 33 y3% frá-
dráttar. Tillaga var borin fram
um að smáútvegsmenn nytu
sömu hlunninda sem hlutafé-
lög og hafðist það fram þótt
hörð væri mótspyrnan.
Þá má nefna lög um breyting
á lögum um Fiskiv.sj. ísl. í þeim
er gert ráð fyrir að allt útflutn-