Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Blaðsíða 72

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Blaðsíða 72
66 DAGSKRÁ Ekki var þó reynt að setja aí- mennar reglur um mataræði fyrir allar þjóðir. Lokatakmark- ið er að vísu, að öllum verði tryggð næring, er sé í samræmi við fyllstu kröfur um hollustu, en þessu takmarki verður að ná í áföngum. Þessir áfangar hljóta að verða mismunandi í hinum ýmsu löndum í samræmi við loftslag, smekk, siðu og aðrar ástæður. Um þetta verður hver ríkisstjórn um sig að taka á- kvarðanir. Ein helzta samþykkt nefnd- arinnar var, að hinar einstöku ríkisstjórnir skyldu lýsa yfir gagnvart sínum eigin þjóðum og hver annarri þeim ásetningi sínum, að tryggja alþjóð aukna og bætta næringu. Rætt var um ýmsar ráðstafanir í þessu skyni, svo sem fræðslustarfsemi, sér- stakar ráðstafanir vegna vissra stétta svo og vegna ungbarna og barnshafandi kvenna og aukið eftirlit með gæðum mat- væla. Ráðstefnan viðurkenndi, að mjög þyrfti að auka framleiðslu matvæla, ef vinna eigi bug á skorti, og var rætt um mögu- leika á slíkri framleiðsluaukn- ingu. Lögð var áherzla á það, að auka þyrfti framleiðslu land- búnaðarafurða og gera nauð- synlegar breytingar til þess, að framleiddar verði þær afurðir, sem neytendur hafa mesta þörf fyrir til heilsuverndar. Þá var rætt nokkuð um það ástand, sem skapast mun við það, er hernumdu löndin verða leyst undan okinu og bæta þarf úr hinum mikla matvælaskorti í þessum löndum. Fyrst og fremst verður að bæta úr skorti í héruðum, þar sem orustur hafa geisað og spillt jarðvegi og mannvirkjum. Til þessara landa verður að flytja kornmat og önnur.matvæli, þangað til fram- leiðsla þesara landa kemst aftur í rétt horf. Vegna þessa mikla skorts og þar af leiðandi mikill- ar eftirspurnar matvæla, er hætta á því, að offramleiðsla geti átt sér stað á ýmsum svið- um, þegar frá líður, nema hinar ýmsu ríkisstjórnir hafi næga framsýni til að hvetja framleið- endur til að skipuleggja fram- leiðsluáætlun sína nógu langt fram í tímann. Hver þjóð um sig verður að gera sínar sérá- ætlanir, en ráðstefnan sam- þykkti almennar reglur, sem ætlast er til, að miðað verði við. Þessar reglur fjalla ekki að- eins um það, hvernig samræma skuli framleiðsluna til frambúð- ar bættu mataræði, heldur einnig um virkari framleiðslu- háttu. Enn var bent á ráðstafanir til að efla framfarir í landbúnaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál
https://timarit.is/publication/1051

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.