Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Blaðsíða 46
40
DAGSKRÁ
verðum að leysa vandamál frið-
arins með jafn gagngerðum og
skipulegum hætti og við tökum
á vandamálum stríðsins.
Þetta er þungamiðja hins
hagfræðilega vandamáls. Öll
fyrri menningarsamfélög höfðu
sínar „óhagnýtu" (ópródúktiv)
framkvæmdir, sem drógu til sín
verulegan hluta af hjálparlind-
um og atvinnuafli þjóðfélags-
heildarinnar án tillits til gróða.
Þannig urðu til pýramídar
Egypta, musteri, hallir og önn-
ur stórkostleg mannvirki
Grikkja og Rómverja og hinar
undurfögru kirkjur miðaldanna,
auk þess, sem lagt var í styrj-
aldarframkvæmdir. En meðal
menningarþjóða nútímans hef-
ur stríð að því leyti sérstöðu,
að það er hið eina óarðbæra
fyrirtæki, sem menn almennt
telja eiga heimtingu á öllum
kröftum og sjálfsfórn þjóðar-
heildarinnar. Stríð er enn sú
eina ríkisframkvæmd, sem ekki
er gagnrýnd fyrir að vera of
dýr. Allir gera sér ljóst, að stríð
leggur sjálfsfórnir á herðar
heildarinnar (nema e. t.* v.
þeirra, sem áður voru atvinnu-
lausir og höfðu lakasta lífsaf-
komu) ýmist í mynd takmörk-
unar á neyzlu eða lengri vinnu-
tíma. Menn taka þessar fórnir
á sig, af því að menn telja tak-
markið, sigur í stríðinu, þess
vert. Þetta takmark krefst þess,
að framkvæmdir séu skipulagð-
ar og menn gera sitt ítrasta til
þess að halda áætlunina. Pram-
kvæmd áætlunarinnar hefur í
för með sér nýtingu alls vinnu-
afls og þar með losnar þjóðfé-
lagið úr þeirri sjálfheldu, sem
kölluð er kreppa.
Eins og þegar hefur verið
bent á, eru áhrif vígbúnaðar á
atvinnulífið í engu frábrugðin
áhrifunum af framleiðslu ó-
þarfavarnings. Það mætti t. d.
ná alveg sama árangri — sem
sé fullri nýtingu allra fram-
leiðslukrafta — á friðartímum
með því að framleiða hergögn
og sökkva þeim í sjóinn, eða
með því að byggja pyramída og
kastala o. s. frv. Slíkar fram-
kvæmdir væru alveg í samræmi
við lýsinguna á neyzlu-áætlun,
sem er óháð verð- og gróðakerf-
inu. Það væri ekkert við þessum
framkvæmdum að segja frá
hagfræðilegu sjónarmiði, heldur
frá siðfræðilegu sjónarmiði.
Takmarkið er ekki ómaksins
vert og menn myndu ekki vilja
taka á sig fórnir fyrir það. Það
er hægt að útrýma atvinnuleys-
inu á stríðstímum af því, að
stríðið er takmark, sem menn
vilja fórna einhverju fyrir. Það
hefur ekki verið hægt að út-
rýma því á friðartímum, ein-
göngu vegna þess að menning