Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Blaðsíða 63
dagskrá 57
íþróttafulltrúans er mjög mikilsvert fyrir framgang íþróttamál-
anna.
VI.
Með íþróttalögunum er stofnaður íþróttasjóður og er sú stefna
þar mörkuð, að veita í einn farveg öllum greiðslum til íþróttamála,
og til þess að lögin nái sem bezt tilgangi sínum, þurfa þær að
vera sem ríflegastar og hafa þær aukizt að mjög miklum mun frá
því sem áður var, enda þótt allt sé til tínt, sem til íþróttamála
var veitt. Þessi þrjú ár hafa greiðslurnar orðið þessar:
1941 ................. kr. 75.000,00
1942 ................... — 128.100,00
1943 ................... — 300.000,00
Alls kr. 503.100,00
Þessi rúmlega hálf milljón, sem veitt hefur verið til íþróttamála
síðustu þrjú árin og verið dreift me!ra og minna um allar sýslur
landsins, skiptist þannig til einstakra framkvæmda:
íþróttavellir ..................................... kn 14.500,00
Skíðabrautir og skálar ................................ — 27.500,00
íþróttakennsla og önnur starfræksla ................... — 114.600,00
Áhöld ................................................. — 5.000,00
Böð í skólum, almenningsböð og baðstofur .............. — 18.100,00
Sérfræðileg aðstoð og íþróttanám ...................... — 15.100,00
Sundlaugar, sundskýli og lagfæring á sundlaugum kr. 308.300,00
Alls kr. 503.100,00
Stærst einstakra mannvirkja, sem notið hafa styrks íþróttasjóðs,
eru sundlaugarnar í Neskaupstað, Hafnarfirði og að Eiðum, sem
allar tóku til starfa s. 1. sumar og skíðaskálar Skátafélags Reykja-
víkur og Skíðafélags ísafjarðar og skíðabraut Akureyrar.
Pjárveitingar íþróttasjóðs hafa ýtt mjög undir framkvæmdir og
eru nú uppi stærri og almennari áform um byggingu íþrótta-
hiannvirkja en nokkru sinni áður þrátt fyrir mjög erfiðar kring-
umstæður. Þá eru og allmörg í smíðum. Skal til frekari skýringar
gefið stutt yfirlit um þær framkvæmdir, sem verið er að fullgera
eSa eru fyrirhugaðar. íþróttanefnd hefur látið gera teikningar af