Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Blaðsíða 28
AÉvimmlífsbyltliig
30. aldariimar
l>ýtt hefur Hördur Þórhallsson
Eftirfarandi kafli er þýddur úr bókinni Conditions of Peace eftir pró- j
fessor Edward Hallett Carr. í
Bók þessi, sem sumir kölluöu „bók ársins“ í Bretlandi, kom út í marz-
mánuði 1942 og önnur útgáfa skömmu síðar. Skýringar höfundar á til-
drögum og eðli styrjaldarinnar og tillögur hans um skipan mála i Evrópu
þykja mjög athyglisverðar, ekki sízt vegna þess, að hann skrifar ritstjórn- )
argreinar í „Times“ og hefur því sérstaklega góða aðstööu til þess að >
koma þeim á framfœri. :
Prófessor E. H. Carr er fceddur 1892. Hann var starfsmaður í brezka \
utanrikisráðuneytinu í fyrri styrjöld, sat á friðarráðstefnunni 1919, var )
síðan í utanríkisþjónustu Breta til 1929, en gerðist þá ráðunautur um
mál, er vörðuðu Þjóðabandalagiö, og ritari þess árin 1933 til 1936. Er S
upplýsingamálaráðuneytið brezka var stofnað 1939, varð hann yfirmað-
ur utanrikisdeildar þess, en nokkrum mánuðum síðar prófessor í alþjóð- )
legum stjórnmálum. Hann hefur ritað allmargar bœkur um stjórnmál, )
m. a. stefnu Breta í utanríkismálum á árunum 1919—1939. \
Prófessor Carr lítur á núverandi styrjöld, sem stórkostlega byltingu, )
sem muni gerbreyta ríkjandi þjóðskipulagi.
Atvinnulífskreppan, sem er
undirrót hins stjórnmálalega
öngþveitis í heiminum, sýnir
mjög ljóslega, hversu gersam-
lega lýðræðisþjóðunum mistókst
eftir síðustu styrjöld að sam-
ræma úreltan hugsunarhátt
hinni nýju, byltingasömu öld.
Forsendur þær, sem hinir svo-
kölluðu klassisku hagfræðingar
byggðu kenningar sínar á, voru,
eins og oft vill verða, ekki að
öllu leyti fyrir hendi í raunveru-
leikanum. En fram til 1914 voru
þessar kenningar samt almennt
viðurkenndar sem trúarjátning
hagfræðilegs rétttrúnaðar og
jafnvel enn í dag eru margir,
sem álíta þær vera í fullu gildi,
sérstaklega í Stóra-Bretlandi
og Bandaríkjunum. En at-
vinnu- og viðskiptalífið er
breytingum háð og þær geta oft
kollvarpað kenningum, sem
byggðar eru á úreltum forsend-
um. Á okkar tímum verðum við
meira en nokkru sinni að kunna
að velja og hafna. Það er rétt,
sem rithöfundur nokkur sagði
nýlega: „Sá, sem vill nema hag-
fræði, má ekki takmarka sig við
kenningar neins einstaks kerf-