Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Blaðsíða 34
28
DAGSKRÁ
fræðingarnir hafa um svo lang-
an aldur talið gróðahvötina
meginás hagkerfisins, að menn
eru farnir að líta á hana sem
óumbreytanlegan þátt mann-
legs eðlis. Samt verður ekki séð,
að staðreyndirnar styrki þessa
kenningu. Allur fjöldinn vinnur
nú á dögum fyrir föstum laun-
um eða kaupi án tillits til gróð-
ans. Það er jafnvel sennilegt,
að vinnuskilyrðin og eðli vinn-
unnar, meðvitundin um gagn-
semi hennar eða um, að hæfi-
leikar mannsins fái að njóta
sín, ráði meiru um starfsval
heldur en sjálft endurgjaldið,
þegar um fastlaunaða starfs-
menn og faglærða menn er að
ræða. Þó að öllum brezkum iðn-
fyrirtækjum væri breytt í opin-
ber félög, sem væru ekki rekin
í gróðaskyni, myndi það senni-
lega ekki hafa nein teljandi á-
hrif á afstöðu verkamannsins
eða hluthafans (sem myndi fá
fastákveðinn, jafnan arð frá
ári til árs). Að vísu er ósenni-
legt, að svo róttæk breyting
verði gerð, af því að með því
yrði alltof mikilli byrði velt á
ríkið um stjórn og eftirlit. En
hitt er víst, að það er einn af
öruggustu lærdómum þeirrar
atvinnulífsbyltingar, sem nú
stendur yfir, að eftir stríðið mun
gróðasjónarmiðið vega stöðugt
minna og minna, þegar ákveða
skal, hvað og hvar skuli fram-
leitt, hver laun skuli greidd við
framleiðsluna, við hvaða verði
framleiðslan skuli seld og til
hvers konar framleiðslu sparifé
þjóðfélagsins skuli beint.
Við það, að verð og gróði víkja
sem meginþættir hagkerfisins,
hljóta að verða róttækar breyt-
ingar á eignarhugtakinu. Einn-
ig á þessu sviði hafa skoðanir
almennings farið fram úr kenn-
ingum hagfræðinga. Nú um
langt skeið hefur borið mjög á
tvíþættri þróun í þessum mál-
um. Annars vegar hefur þjóðfé-
lagssamvizkan sett eignar- og
umráðarétti yfir persónulegum
auði vissar skorður. Nær alls
staðar hafa verið lagðar á hann
skattar, sem fyrir hálfri öld
myndu hafa talizt jafngilda
eignarnámi. í mörgum löndum
hefur stórum jarðeignum verið
skipt upp. Hins vegar hefur
eignarrétturinn yfir framleiðslu-
tækjum skipzt niður í marga
hluta og aðgreinzt frá umráða-
réttinum. Það, að segja, að nokk-
ur hundruð þúsund nafnlausra
hluthafa „eigi“ hin miklu iðn-
aðarfyrirtæki Bretlands og
Bandaríkjanna, væri næstum
því jafnfjarstætt og að kalla ör-
eigana í Sovét-Rússlandi eig-
endur framleiðslutækjanna þar.
Menn líta almennt svo á, að
hlutafélög beri ábyrgð og hafi