Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Blaðsíða 58
Dnníel Ágúgtínusson:
ara/ij^ur
/je/rra
i.
Með íþróttalögunum, sem sett voru á Alþingi 1939, hefst merki-
legt tímabil í sögu íþróttamálanna, sem lengi verður minnzt, því
fátítt mun, að nokkur löggjöf veki jafn almennan umbóta- og
framfaravilja, sem íþróttalögin hafa gert. Og þótt árangurinn sé
athyglisverður þessi þrjú fyrstu ár, mun hann þó verða áþreifan-
legri landslýð öllum, er fram líða stundir. Full ástæða er því til
að rekja að nokkru efni þessara merku laga og hinn sýnilega árang-
ur þeirra og gera nokkra grein fyrir þeim verkefnum, sem verið er
að leysa fyrir atbeina íþróttalaganna.
II.
Þetta er í fyrsta skipti, sem ríkisvaldið lætur íþróttamálin til
sín taka á þann hátt, að setja um þau sérstaka löggjöf. Þó eru í-
þróttirnar jafn gamlar sögunni og henni tengdar órjúfandi bönd-
um. Þær hafa alltaf verið íslendingum hugstæðar og á þjóðveldis-
tímanum, þegar bjartast var yfir, voru íþróttirnar veglegur þáttur
í uppeldi ungra manna:
„Þá nefndist hér margur til metnaðs og hróss,
frá Miklagarði til Niðaróss.
Þá stóð hámenning íslands, sem æskuna dreymir."
Þannig kveður Einar Ben. um Væringjana, sem voru vel íþrótt-
um búnir og fóru víða um, og gátu sér og þjóð sinni frægð og
frama. Uppeldi þeirra mótaðist af hinni fornu lífsreglu, að skapa
„heilbrigða sál í hraustum líkama.“
Þegar vegur þjóðarinnar minnkar og erfiðleikarnir steðja að,
fara áhrif íþróttanna síþverrandi, þar til lífskjörin taka aftur að