Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Blaðsíða 53
DAGSKRÁ
47
ingsgjald af sjávarafurðum
renni í Piskveiðasjóð í stað %
hluta áður. Á að verja y3 hluta
útflutningsgjaldsins til þess að
Veita lán út á síðari veðrétti,
vaxtalaus í 10 ár og afborgun-
arlaus í 5 ár. Hefir Fiskiveiða-
sjóður hingað til aðeins lánað
nt á l veðrétt með fullum af-
borgunum og vöxtum. Enn-
fremur skal ríkissjóður leggja
2 naillj. kr. í sjóðinn til styrkt-
ar bátabyggingum.
Enn má nefna ýmsar hafnar-
bsetur. Sérstaklega má geta
Þess að borin var fram þingsá-
lyktunarlaga um dýpkunarskip
Hkisins. Tillaga þessi varð ekki
ntrædd, en hins vegar var í
fjárlögum veitt rífleg fjárhæð
ffi kaupa á slíku skipi. Ætlun-
in er að skip þetta vinni að
hafnarbótum víða um land.
Gseti þetta því orðið mikið hag-
ræði mörgum sjávarþorpum.
Yms hafnarmál er samþykki
náðu, eru: Lög um lendingar-
bætur í Bakkagerði í Borgar-
firði, Hafnarlög fyrir Keflavík,
iög um breyting á hafnarlögum
Hornafjarðar, lög um breyting
a hafnarlögum Hafnarfjarðar,
iög um lendingarbætur á Vatt-
arnesi við Reyðarfjörð, þingsá-
iyktun um fullnaðarrannsókn á
hafnarskilyrðum á Þórshöfn og
Þingsályktun um fullnaðarund-
irbúning hafnargerðar í Bol-
ungarvík.
Af öðrum málum snertandi
sjávarútveginn mætti nefna
þingsályktun um beitumál vél-
bátaútvegsins og þingsályktun
um að ríkið taki á leigu síldar-
bræðslustöðina Ægi í Krossa-
nesi. Frumvarp um jöfnunarsjóð
aflahluta og frumvarp um
breyting á lögum um dragnóta-
veiðar í landhelgi voru afgreidd
með rökstuddri dagskrá.
VII. Skólamál.
Tillaga kom fram frá Sveinn.
Högnasyni um stofnun mennta-
skóla að Laugarvatni. Eins og
kunnugt er verður Menntaskól-
inn í Reykjavík að vísa frá
miklum hluta þeirra, er fá vilja
upptöku í skólann. Þeir einir,
sem efni og aðstæður hafa til
þess að kaupa mikla undirbún-
ingskennslu áður en þeir ganga
til inntökuprófs, fá tækifæri til
þess að stunda nám við skól-
ann. Verða því einkum Reyk-
víkingar fyrir valinu. Eins og
gefur að skilja, er því brýn þörf
fyrir ódýran menntaskóla í
sveit, svo að sem flestum gefist
tækifæri á því að hljóta stúd-
entsmenntun, sem verður æ
nauðsynlegri. Hins vegar er
engin lausn á þessu máli að
veita einstökum sérskólum rétt