Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Blaðsíða 61
dagskrá
55
i heilsufræði. Leggja skal sérstaka áherzlu á fræðslu um heilsu-
vernd, gildi íþrótta og skaðsemi eiturnautna.
Fjórði kafli er um íþróttakennslu. Nám og réttindi íþróttakenn-
ai'a. Þeir einir hafa rétt til að ganga undir kennarapróf í íþrótt-
UIn, sem stundað hafa nám við íslenzkan eða erlendan íþrótta-
hennaraskóla, minnst 9 mánuði, og kynnzt kennslu í skólum og
íþróttafélögum. Þá eru ákvæði um íþróttakennslu við héraðsskóla
°g kennaraskólann.
Fimmti kafli er um frjálsa íþróttastarfsemi. Fjallar hann um
skiptingu landsins í íþróttahéruð, þar sem allir aðilar, sem íþróttir
stunda í hverju héraði bindist samtökum um íþróttaframkvæmdir
utan um iþróttamiðstöðvar til náms og keppni. Þá eru kvaðir
!agðar á þau félög, sem styrk hljóta til framkvæmda sinna. M. a.
veröa þau að hafa starfað í 2 ár og sent samböndum sínum til-
skilin gjöld og ársskýrslur.
Sjötti kafli felur í sér ýms ákvæði. Bæjar-, sveitar- og sýslufé-
lögum er skylt að leggja til, endurgjaldslaust, hentug lönd og lóðir
undir íþróttamannvirki, sem styrkt eru úr íþróttasjóði. Til þess má
taka land eignarnámi, ef þörf krefur. Leggist félag eða skóli nið-
ur, sem fengið hefur styrk úr ríkissjóði eða íþróttasjóði til mann-
virkja eða íþróttatækja, skulu þessar eignir renna til íþróttasjóðs,
nema aðrar samþyktir liggi fyrir. íþróttanefnd sér um, að eign-
irnar komi að áframhaldandi notum til íþróttaiðkana. íþrótta-
uefnd sker úr ágreiningi, sem rísa kann út af skilningi á íþrótta-
iögunum eða framkvæmdum þeirra, nema um dómstólamál sé að
ræða.
V.
Síðla árs 1940 var íþróttanefndin fullskipuð. Guðmundur Kr.
Guðmundsson, skrifstofustjóri, var skipaður formaður. Hann er,
svo sem kunnugt er, einhver glæsilegasti og drengilegasti íþrótta-
uiaður síðari ára, enda hefur forusta hans í þessu starfi verið mjög
farsæl og mætt almennum vinsældum. Aðalsteinn Sigmundsson,
hennari, var skipaður samkvæmt tilnefningu U. M. F. í. og Bene-
öikt G. Waage, kaupm. samkv. tilnefningu í. S. í. Aðalsteinn varð
ritari nefndarinnar. Hann er kunnasti og fórnfúsasti æskulýðsleið-
f°gi síðari ára og átti drjúgan þátt í samningu íþróttalaganna. Var
hann um langt skeið sambandsstjóri U.M.F.Í. og ritstjóri Skinfaxa.
Benedikt varð gjaldkeri nefndarinnar. Hann er fjölhæfur íþrótta-