Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Blaðsíða 54
48
DAGSKRÁ
til þess að brautskrá stúdenta.
Skólum, sem á engan hátt full-
nægja þeim kröfum, sem gera
verður til kennslu og náms til
þess, að nemendur þeirra geti
átt rétt á, að teljast hafa hlotið
stúdentsmenntun, Þingsálykt-
unartillaga þessi varð ekki út-
rædd.
Ennfremur mætti nefna, af
skólamálum, breyting á lögum
Kennaraskóla íslands og frum-
varp um skólasetur að Reykhól-
um, sem afgreitt var með rök-
studdri dagskrá.
VIII. Stjórnskipun og embætti.
Samþykkt voru á lögskipaðan
hátt stjórnskipunarlög um
breyting á stjórnarskrá kon-
ungsríkisins íslands.
Hér verður ekki rakið það
mál, hvorki af hvaða ástæðum
það kom fram né til hvaða á-
stands það hefir þegar leitt.
Mönnum mun það yfirleitt full-
kunnugt, svo mikið sem um
það hefir verið rætt.
Þá má nefna lög um stofnun
embættis háskólabókavarðar
við Háskóla íslands og lög um
breyting á lögum um laun emb-
ættismanna. Einnig mætti geta
tveggja frumvarpa, sem ekki
voru útrædd, en það voru frum-
varp um breyting á lögum um
hæstarétt og frumvarp um
breyting á lögum nr. 67 1939 um
dómsmálastörf, lögreglustjórn,
gjaldheimtu o. fl. í Reykjavík.
í fyrrnefndu frumvarpi er
gert ráð fyrir að dómendum í
hæstarétti sé fjölgað úr 3 upp í
5. í núgildandi lögum fyrir
hæstarétt er ákveðið í 5. gr. að
með konunglegri tilskipun
skuli ákveðið hvenær hæstarétt
skuli setja með 5 dómendum í
stað 3ja og í 1. málsgr. 57. gr.,
að dómarar skuli aðeins vera 3
þar til fé sé veitt í fjárlögum
til fjölgunar dómurum. Þessi á-
kvæði hæstaréttarlaganna nr.
112 1935 eru í meira lagi hæpin,
því í 54. gr. stjórnarskrárinnar
segir, að skipun dómvaldsins
verði eigi ákveðin nema með
lögum, og þetta ákvæði stjórn-
arskrárinnar er einmitt sett til
þess að koma í veg fyrir, að
skipun dómsvaldsins verði á-
kveðin með fjárlögum eða kon-
unglegri tilskipun. En það, hve
margir dómendur eru í hæsta-
rétti telst ótvírætt til skipun-
ar dómsvaldsins.
í síðarnefnda frumvarpinu
er gert ráð fyrir niðurfellingu á
heimild til að undanþiggja lög-
reglustjórann í Reykjavík frá
því, að hafa lokið embættisprófi
í lögfræði. Frumvarp þetta varð
eins og áður er sagt ekki útrætt.
IX. Verðlagsmál.
Aðalverkefni þingsins var, að