Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Blaðsíða 44
38
DAGSKRÁ
allt slíkt, eins og tíðkazt hefur
hingað til. Árið 1933 sagði
Roosevelt forseti, „að það væri
að verða gagnger breyting á
hagfræðilegum hugsunarhætti
manna að því leyti, að í fram-
tíðinni yrði meira tillit tekið
til neytandans en framleiðand-
ans.“ Þessi breyting er beinlínis
skilyrði fyrir viðreisn atvinnu-
lífsins eftir stríðið.
•
Það, sem sagt hefur verið hér
að framan, á ekki síður við um
milliríkjaverzlunina. Það ætti
loksins að vera öllum ljóst, að
það er ekki hægt að ráða bót á
hinni alþjóðlegu viðskipta-
kreppu, á meðan aðalmarkmið
hvers lands er að selja sem mest
og kaupa sem minnst. Leiðin til
að bæta milliríkjaverzlunina er
ekki sú, að ákveða fyrst, hvað
maður vilji flytja út og síðan
að athuga, hvað maður neyðist
til að flytja inn til þess að fá að
selja á erlendum markaði, held-
ur á fyrst að athuga, hvað þarf
að flytja inn og síðan, hvað
þurfi að framleiða til að greiða
innflutninginn með. Verzlunar-
samningur sá, er Þjóðverjar og
Ungverjar gerðu með sér árið
1934, var sennilega sá fyrsti nú
á tímum, þar sem annar aðilinn
bauðst til að örva framleiðslu
sína á þeim vörum, sem hinn
aðilinn óskaði eftir. En þegar
þjóð er að vígbúast, þá er ein-
mitt lögð megináherzla á það,
sem afla þarf. Þess vegna hefur
vígbúnaðurinn einnig haft örv-
andi áhrif á heimsverzlunina.
Eins verður á friðartímum að
leggja megin áherzluna á þarf-
ir neytendanna og laga fram-
leiðsluna í heild eftir þeim.
Annað nauðsynlegt skilyrði
atvinnulegrar viðreisnar eftir
stríðið er að leggja meiri áherzlu
á velferð alþjóðar heldur en á
auð einstaklinga og hverfa frá
því, að láta verð og gróða á-
kveða, hvað skuli framleitt. í
stað hins ósjálfráða verðkerfis,
sem byggist ekki á neinu sið-
gæðislögmáli, verður að koma
neyzlu-skipulagning og verðá-
kvörðun, er sé miðuð við mark-
mið heildarinnar. Þessi skoðun
á tilgangi opinberrar verðá-
kvörðunar hafði þegar rutt sér
til rúms fyrir stríð, svo sem þeg-
ar menn féllust á það, að húsa-
leiga og mjólkurverð skyldi á-
kveðið með tilliti til þess, að
þeir, sem mesta þörf hefðu fyr-
ir þessa hluti, gætu notið þeirra,
en síðan stríðið byrjaði, hefur
ákvörðun á verði matvæla út
frá félagslegu sjónarmiði mjög
aukizt. Það eru ekki annað en
draumórar, að hægt sé að koma
á aftur „frjálsri“ verðmyndun
eftir stríðið. En þegar einu sinni
er búið að viðurkenna almennt
þessa skoðun á tilgangi verð-