Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Qupperneq 46

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Qupperneq 46
40 DAGSKRÁ verðum að leysa vandamál frið- arins með jafn gagngerðum og skipulegum hætti og við tökum á vandamálum stríðsins. Þetta er þungamiðja hins hagfræðilega vandamáls. Öll fyrri menningarsamfélög höfðu sínar „óhagnýtu" (ópródúktiv) framkvæmdir, sem drógu til sín verulegan hluta af hjálparlind- um og atvinnuafli þjóðfélags- heildarinnar án tillits til gróða. Þannig urðu til pýramídar Egypta, musteri, hallir og önn- ur stórkostleg mannvirki Grikkja og Rómverja og hinar undurfögru kirkjur miðaldanna, auk þess, sem lagt var í styrj- aldarframkvæmdir. En meðal menningarþjóða nútímans hef- ur stríð að því leyti sérstöðu, að það er hið eina óarðbæra fyrirtæki, sem menn almennt telja eiga heimtingu á öllum kröftum og sjálfsfórn þjóðar- heildarinnar. Stríð er enn sú eina ríkisframkvæmd, sem ekki er gagnrýnd fyrir að vera of dýr. Allir gera sér ljóst, að stríð leggur sjálfsfórnir á herðar heildarinnar (nema e. t.* v. þeirra, sem áður voru atvinnu- lausir og höfðu lakasta lífsaf- komu) ýmist í mynd takmörk- unar á neyzlu eða lengri vinnu- tíma. Menn taka þessar fórnir á sig, af því að menn telja tak- markið, sigur í stríðinu, þess vert. Þetta takmark krefst þess, að framkvæmdir séu skipulagð- ar og menn gera sitt ítrasta til þess að halda áætlunina. Pram- kvæmd áætlunarinnar hefur í för með sér nýtingu alls vinnu- afls og þar með losnar þjóðfé- lagið úr þeirri sjálfheldu, sem kölluð er kreppa. Eins og þegar hefur verið bent á, eru áhrif vígbúnaðar á atvinnulífið í engu frábrugðin áhrifunum af framleiðslu ó- þarfavarnings. Það mætti t. d. ná alveg sama árangri — sem sé fullri nýtingu allra fram- leiðslukrafta — á friðartímum með því að framleiða hergögn og sökkva þeim í sjóinn, eða með því að byggja pyramída og kastala o. s. frv. Slíkar fram- kvæmdir væru alveg í samræmi við lýsinguna á neyzlu-áætlun, sem er óháð verð- og gróðakerf- inu. Það væri ekkert við þessum framkvæmdum að segja frá hagfræðilegu sjónarmiði, heldur frá siðfræðilegu sjónarmiði. Takmarkið er ekki ómaksins vert og menn myndu ekki vilja taka á sig fórnir fyrir það. Það er hægt að útrýma atvinnuleys- inu á stríðstímum af því, að stríðið er takmark, sem menn vilja fórna einhverju fyrir. Það hefur ekki verið hægt að út- rýma því á friðartímum, ein- göngu vegna þess að menning
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál
https://timarit.is/publication/1051

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.