Árbók skálda - 01.12.1955, Side 8
6
smásagnagerð, að mér þótti ekki réttlátt gagnvart honum að
birta hér gamla smásögu eítir hann.
----o----
Smásagan er víst ekki mjög vinsæl á Islandi. Vera má að
hér liggi enn í landi einhverjar leifar af gamalli tortryggni
gagnvart henni: smásagan átti ekki að vera annað en ófull-
burða skáldsaga og hálfgildings vörusvik. Þá var nógur tím-
inn að lesa langar sögur.
Nú ætti hins vegar „hraðinn” að vera orðinn það mikill á
Islandi, að bóklesandi fólk tæki fegins hendi við sögum, sem
hægt er að komast yfir í matartímanurn, á leiðinni heiman
eða heim í strætisvagni (ef Islendingar læsu í strætisvagni)
eða í hléinu milli kvöldmatar og bíós — komast yfir og
gleyma síðan ef vill.
Smásagan er nýlegt form, nokkurn veginn jafngömul nátt-
úrustefnunni gvonefndu víðast hvar á Vesturlöndum. Hún er
framar öðrum greinum ritlistar að formi til þjóðfélagslegs
uppruna, afsprengur iðnþróunarinnar, stórborgalífsins — og
nýrra farartækja, sem gera mönnum kleyft að halda á bók
eða blaði, hvar sem þeir eru að ferðast. Og hún varð snemma
hið hvassasta ádeiluvopn (sbr. t. d. Gest Pálsson hérlendis),
enda lögðu natúralistarnir og einkum realistarnir, eftir að
þeir komu til sögunnar, hina mestu stund á þjóðfélagsgagn-
rýni. Þess vegna kann einhverjum að koma á óvart, sem
gluggar í þessa bók, hve lítið bryddir þar á pólitískri ádeilu
eða gagnrýnisanda yfirleitt. Jafnvel saga Ástu Sigurðardótt-
ur, Gatan í rigningu, er ekki ádeila á mannfélagið, þegar öll
kurl koma til grafar; söguhetjan þarf hvort eð er svo lítið til
mannlegs bræðralags að sækja. Og sögur Geirs Kristjánsson-
ar og Thors Vilhjálmssonar, svo að fleiri dæmi sóu nefnd,
sem gætu að efni til hæglega snúizt í ádeilu, verða ekki
heldur skýrðar á þann veg, því að sögupersónurnar bera
sjálfar ábyrgð á sjálfum sér. Að vísu koma fyrir ádeilusögur
og jafnvel pólitískar smásögur hjá stöku höfundi áratuginn,