Árbók skálda - 01.12.1955, Side 11
A G N A R
ÞÓRÐARSON
G?~óðrarskúr
Fyrir utan heyrði hann regnið íalla til jarðar, þétt og sleitu-
laust, og droparnir á rúðunni urðu stærri og glitruðu æ meir,
unz þeir sprungu og runnu í smálækjum. niður á sótuga og
skáldaða gluggakistuna.
Ungur, laglegur maður stóð og speglaði sig út við glugg-
ann. Hann speglaði freknurnar undir augunum og á nefinu, sem
í fyrra sumar höfðu verið stórar og brúnar, en voru nú ógreini-
legar og ljósgular og næstum horfnar. Og hann grannskoðaði
frítt andlit sitt í glerinu, geiflaði sig og brosti og hristi ánægður
þykkan hárlubbann, sem slútti eins og burnirót yfir hægra
gagnaugað. Síðan sneri hann sér við og leit um herbergið
með velþóknunarsvip. Þama voru blöðin; hann snerti þau
léttilega með fingurgómunum, Life og Picture Post; þama stóð
vasinn með rauðum blikandi rósum, en þegar hann renndi
augunum eftir gólfinu tók hann eftir sokkunum. Skítugir sokk-
ar og þvældir inniskór lágu hjá dívaninum, og hann beygði
sig niður, án þess að leggjast á hnén og henti þeim lengst
upp í horn. Þá var þessu lokið. Þá var allt í lagi.
Hann kveikti sér í sígarettu, leit aftur í spegilinn og lagaði
svolítið liðina í hárinu og fullvissaði sig um að tennumar
væru eins hvítar og frekast væri kostur. Gular tennur eru eins
og gráðaostur, datt honum í hug, og brosti um leið að þessari
smellnu samlíkingu. Hann blístraði ánægjulega lagstúf um
leið og hann gekk fram, læsti hurðinni og snaraði rykfrakk-
anum af uglunni.