Árbók skálda - 01.12.1955, Síða 13
11
leit á armbandsúrið, en það var eins og það væri líka með
í samsærinu, sekúnduvísirinn rétt mjakaðist áfram, en það
var sjáanlega ekki bilað. Og hann reyndi að stilla sig, hætti
að tvístíga og reyndi að vera þolinmóður, en tókst það ekki
og hélt áfram að vera óþolinmóður.
Loksins stóð hún fyrir framan hann, grönn og ung, og sterk-
um ilm sló fyrir vit honum.
— Fyrirgefðu, að ég lét þig bíða elskan — æ, nú gleymdi
ég hönzkunum mínum.
Hún skauzt inn, en þegar hún kom aftur sagði hann dræmt
og reyndi að vera eðlilegur.
— Þú ættir ef til vill að venja þig á meiri stundvísi.
— Eða þú þig á meiri þolinmæði, svaraði hún og horfði
kankvíslega á hann. En hann svaraði því engu og lét sem
hann tæki ekki eftir því, að hún var í nýrri kápu.
Þau gengu þegjandi út á götuna. Hún svolítið pjakkandi
og smástíg. Hann stórstígur og þrjózkufullur.
Hún setti upp hanzkana og horfði grettin til himins, en
dökkir skýjabakkarnir voru að greiðast sundur í létta flóka
og óþarfi að setja upp regnhlíf.
Svo gengu þau þegjandi niður stíginn, framhjá spennistöð-
inni á horninu, framhjá garðinum með sandkössunum og
naktri konu úr steini, og þau gengu niður að tjörninni, þar
sem krían snör og fugla stundvísust ætlaði allt að æra með
gargi sínu og frekjulátum, því nú var rekjan að hennar skapi.
Þá datt honum í hug að gera að gamni sínu og spyrja
stúlkuna sína, hvenær krían kæmi á vorin. Sjálfur vissi hann
það vel, því hann hafði heyrt menn tala um það í strætis-
vagninum. En honum var einhvem veginn ekki liðugt um mál-
beinið. Einhver þungi sat í honum, eitthvað sterkt og óvið-
felldið. Hann réð ekki við það. Þrúgandi óyfirstíganleg mara
hvíldi yfir honum og varnaði honum máls.
Loks var það hún, sem rauf þögnina.
— Hvert eigum við að fara í kvöld?