Árbók skálda - 01.12.1955, Blaðsíða 15
13
suður götuna, hlið við hlið, og íóru bæði sitt í hvoru lagi að
gefa umhverfinu meiri gaum.
Hann langaði að bæta fyrir sér og reyndi að segja eitthvað,
en hann fann engin viðeigandi orð — og óbeitin óx og magn-
aðist í brjósti hans. Hún kunni aldrei að hlúa að tilfinningum
hans, eða var það hann sjólfur, sem var hræddur við tilfinn-
ingar sínar — eða kannski öllu fremur tilfinningaleysi? Hann
vissi það ekki, en á einhvem hátt höfðu þau bmgðizt hvort
öðru, og í töluðum orðum myndi uppgerðin aðeins verða of
augljós.
Samt reyndi hann að harka af sér óbeitina. Stór, sællegur
ánamaðkur engdist í grasinu fyrir framan hann og minnti
hann á eitthvað, sem hann hafði heyrt svo skemmtilegt fyrir
langa löngu.
En hún fylgdist ekki með bendingu hans, heldur horfði
hmkkótt til himins og sagði luntalega:
— Það er alltaf eins héma fyrir sunnan. Rigningarsuddi og
leiðindi.
Núnú, það var naumast, hugsaði hann, og hvað á þetta að
þýða „fyrir sunnan" eins og það sé skárra á Akureyri.
En hún ónáðaði hann í hugleiðingum hans og spurði án
þess að leggja nokkuð sérstakt í tóninn:
— Hvert eigum við að fara?
Þau vom komin að syðsta grindverkinu, og hann svaraði í
uppgjöf og ólund:
— Við skulum fara heim.
Svo gengu þau aftur út úr garðinum og norður götuna og
stytztu leið heim til hans.
1 austri var að draga upp bliku. Staka regndropa sleit úr
skýjaþykkninu. Hún spennti upp regnhlífina og gekk nokkr-
um skrefum frá honum. Þannig héldu þau áfram út garðinn
og norður götuna og stytztu leið heim til hans.
Hann lét hana ganga á undan sér upp stíginn, skellti garðs-
hliðinu í og opnaði útihurðina dálítið harkalega. Síðan opn-
aði hann innri hurðina og lét hana standa opna.