Árbók skálda - 01.12.1955, Side 19
ÁSTA SIGURÐARDÓTTIR
Gatan í rigningu
Grátt molbikið gljáði í kvöldsólinni og pollarnir köstuðu
ljósspjótum í ýmsar áttir. Regndroparnir sáldruðust úr loftinu,
drukku í sig ljósið og flögruðu nær og nær jörðinni, eins og
feig náttfiðrildi.
Hafrænan þaut í trjánum öðru hvoru, strauk eftir grasinu
og bærði þvottinn, sem hengdur hafði verið út í fátækraþerr-
inn. ■—
Mér leið ónotalega, því votur kjóllinn límdist við mig og
slóst um bera fótleggina á mér eins og sjóblautt segl. Ég
sætti mig betur við það, af þvf að nú rigndi minna, og fötirt
mín hlutu að þoma bráðum.
Ég var þyrst og dálítið svöng, en verst þótti mér að eiga
ekki sígarettu.
Vingjarnleegur trébekkur dró mig til sín, og ég lét fallast á
hann örþreytt.
Þama var ég þá komin í almenn sæti þess stóra leikhúss
án þess að borga, og virti fyrir mér leiktjöldin og sviðið.
Mjallhvítir og okkurgulir húsagaflar lýstu í bjarmanum eins
og óskrifuð blöð, þökin glóðu í þúsund litbrigðum, græn,
svört og rauð.
Eftir blýgráu asfaltinu gengu persónur. Ungir menn, kvikir
og djarflegir, reigsuðu fram hjá mér með hávæm glensi,
ungar stúlkur, sem leiddust arm í arm, hvfskmðu hver í ann-
arrar eyra og ráku upp hvella smáskræki, eins og brothljóð
í gleri.