Árbók skálda - 01.12.1955, Page 22
20
Ég leit í rauðþrútin augu hans og tók eftir að vatn streymdi
í þau úr einhverri dularíullri uppsprettu, unz þau fylltust á
hvarma.
Hann hreyfði ekki höfuðið og brosið fölskvaðist ekki. Tárin
byrjuðu að falla eins og kvikasilfurskúlur, — ofan þvæld
fötin og niður í pollana f för með regninu.
Ég hristi regnblautt hárið rösklega frá enninu.
— Er hún dáin? spurði ég.
Drykkjumaðurinn rankaði við sér. Hann var búinn að fá
ekka.
— Nei. Hún er enn-ennþá li-lifandi. Það-það vex hjart-hjart-
arfi á leiðinu hennar núna nú-núna----------
Ég rétti honum klútinn minn og hann þurrkaði sér í fram-
an. Svo leit hann beint farman í mig.
— He-heyrðu. Ég hef heyrt þú getir ort. Vi-viltu yrkja eftir-
mæli um hana — má vera atómljóð. Ge-gerðu það.
Hann horfði enn á mig vongóður. Ekkinn var farinn að
minnka.
— Ég skal reyna, sagði ég. — Skál fyrir því! Skál fyrir
sólskininu. Finnst þér ekki skrýtið, að skuli rigna í sólskini?
Drykkjumaðurinn saup á flöskunni og skyggndi hana upp
í himininn. Svo leit hann á mig og brosti.
— Það veit bara á uppstyttu, sagði hann. Hann gengur
upp á norðan í nótt. Lægra: Nú eigum við lítið eftir. —
— Heldurðu að verði kalt? spurði ég milli vonar og ótta.
— Nei, nei. Ekki svona um hásumarið, nema stundum undir
sólaruppkomuna. Og manni hlýnar fljótt, þegar hún kemur
upp-------
Sígarettan okkar var nú brunnin og vínið búið.
Drykkjumaðurinn náði upp sígarettustubb og fékk mér.
— Þú manst að yrkja eftirmælin, sagði hann. — Hafðu
eitthvað um baldursbrá. — Ég ætla niðrí Stæti.
— Já, sagði ég og stakk sígarettustubbnum undir brjóst-
haldarann minn. — Ég vona þú fáir súpu.