Árbók skálda - 01.12.1955, Page 23
21
Hann var farinn að haltra niður götuna og byrjaður að
syngja:
Guð vill, að ég sé honum sólskinsbarn,
sem sí og æ skín fyrir hann.
1 heimili í skóla og í hverjum leik,
sem honum geðjast kann —------------
Titrandi og rám röddin kafnaði í ofsalegum hósta og hann
féll á knén. Tóm flaskan hans skall í götuna og mélbrotnaði.
Hvítu dúfurnar fældust og þyrluðust upp yfir upsir á grænu
þaki.
Drykkjumaðurinn komst á fætur og þurrkaði blóð af ann-
arri hendinni í jakkann sinn. Hann hafði skorið sig á brot-
unum. Svo slagaði hann niður götuna.
Golan bar til mín slitur lagsins:
Guð vill, að ég sé honum sólskinsbarn.
Já, það vil ég vera fyrir hann.-------
-----o----
Ég sat í leiðslu vínsins, sæl í óminninu, og naut snertingar
dropanna, sem féllu þungir einn og einn.
Það færðist yfir mig værð, — notalegur dofi. Ég heyrði
stærðar hljómsveit leika í þarkrennunum og á öskutunnulok-
unum. Sönglandi fallhljóð dropanna varð að samfelldu lagi
með hraða og stígandi, — sá ódauðlegi snillingur lék píanó-
sóló við undirleik þess mikla orkesturs. — Hikandi, leitandi
stakkató. Úrkoman jókst svo það dundi í trommunum og
hvæsandi kjuðarnir féllu á gjallimar eins og skriður.
Ég var alsæl, fann ekki til sultar eða kulda og átti hálfa
sígarettu. Hvað gerði til þótt ég væri dálítið þyrst og ætti
enga eldspýtu? Það var vemlega gaman að lifa.