Árbók skálda - 01.12.1955, Blaðsíða 24
22
Ég fór að hugsa um eftirmælin og komst í himnaskap.
Þarna vildi ég dvelja til eilífs nóns.
Og hljómsveitin hélt áfram að leika.
— Góðan daginn!
Ávarpið var svo valdsmannslegt, að ég hrökk í kút. Það
var lögreglan. Þarna höfðu þeir stillt sér upp hvor sínum
megin við mig, stífir, gleiðir og alvarlegir á stéttinni, með
hendur fyrir aftan bak.
— Hvað getum við gert fyrir þig?
Það varð dapurlega hljótt.
Orkestrið hætti að leika, eins og klippt hefði verið á segul-
band, og regndroparnir hrundu af tilviljun á öskutunnulokin
eins og áður.
Ég hugsaði mig um af öllum kröftum. Það var svo sorglegt,
að allir skyldu vilja vera svona góðir við mig, þegar ég
þurfti þess ekki.
Hreint og beint grátlegt.
Ég vissi varla, hvernig ég átti að afsaka mig:
— Þakka ykkur kærlega fyrir, en guð gerir bara svo mikið
fyrir mig núna, að lögreglan gerir tæpast betur.
Þetta var næstum ókurteislega orðað, og ég fann það.
Lögregluþjónarnir urðu dálítið undirfurðulegir.
— En þú ert rennandi blaut, sagði annar þeirra. — Viltu
ekki koma í skjól?
Skjól! Ég hrökk saman af skelfingu, þegar ég minntist
þrönga klefans og alúminíumdollunnar með volga vatninu,
— bara af tilhugsuninni einni, að verða nú kannske látin
inn í myrkrið og lokuð með járnlokum og steinveggjum frá
allri dýrðinni úti. Kannske hlusta skelfd á reiðiþrungnar for-
mælingar og vængstýfðar bænir fanganna í staðinn fyrir
ástarkurx hvítra dúfna og sólskinssöngva frjálsra manna að
ógieymdri þeirri himnesku píanósóló á öskutunnulokunum.
Ég brosti hressilega og reyndi að bæta fyrir fyrri ósvífni
mína:
— Þakka ykkur fyrir, en ég held það sé óþarfi, því að