Árbók skálda - 01.12.1955, Page 25
23
guð heíur það fyrir sið, ef hann sturtar á mann, að þurrka
mann rétt strax aftur. Hann fer að ganga upp á norðan, —
skin milli skúra veit alltaf á uppstyttu.
Ég beið hugrakkari eftir málalokunum — gáfulegar at-
hugasemdir um veðrið bæta alltaf málstað manns.
Lögregluþjónarnir litu spyrjandi hvor á annan. Loks sagði
annar:
— Hún er ekkert mjög full. — Það er bezt hún sleppi.
Ég stóð upp, rétti sem bezt úr mér og strauk hárið frá
augunum.
— Bless! sagði ég kumpánlega, gekk hnakkakerrt út á
strætið og reyndi að slaga sem minnst.
Hvítu dúfurnar voru komnar aftur og þutu fram hjá mér í
stóran hring.
-----o----
Ég var undireins orðin þreytt og völt á fótunum, svo að
jafnvel gatan freistaði mín að leggjast. Framundan var lokk-
andi græn grasflöt, og ég neytti síðustu krafta til að ná þang-
að.
Álengdar fann ég hve mjúk hún var, og vínsúran moldar-
þefinn lagði fyrir vit mín með golunni.
Fæturnir báru mig varla síðasta spölinn, ég seig þakklát
niður á ilmandi, regnblauta jörðina.
Ég fálmaði inn á mig eftir sígarettustubbnum, en mundi
þá, að ég átti engar eldspýtur.
Stubburinn var ennþá þurr og ég stakk honum varlega
innundir brjósthaldarann, ánægð yfir að eiga hann eftir.
Svo hjúfraði ég mig niður í jörðina og fannst komið logn. —
Það byrjaði enn að rigna.
Fyrst duttu nokkrir feimnir dropar á víð og dreif með löngu
millibili. Grænt ský dró grisju fyrir sólina og úrkoman jókst.
Sá ódauðlegi snillingur reyndi enn að nýju möguleika síns
hljóðfæris. Það var eins og gómum væri drepið á holan málm.
Svo dundi regnið ákaflega og dropamir slengdust á gang-