Árbók skálda - 01.12.1955, Page 26
24
stéttina eins og hagl. Ég byrgði höfuðið undir handleggjunum
og fann hvemig vatnið bleytti í fötunum mínum og rann eftir
hörundinu í straumum.
Tveir ungir menn stönzuðu á vegarbrúninni.
— Sú hefur fengið laglega neðan í því, sagði annar. —
Hvaða kvenmaður er þetta?
— Hvað, þekkirðu hana ekki? Þetta er víst skáldkona. —
Bleessaður komdu, við höngum ekki hér úti í rigningunni. —
Fótatak þeirra fjarlægðist.
Skömmu síðar heyrði ég að þeir sneru við. Annar þeirra
staðnæmdist rétt hjá mér.
— Við skulum hjálpa henni. Annars getur hún legið hér í
alla nótt.
— Hey, hvar áttu heima?
Ég leit upp. Þetta var fallegur maður, vel klæddur og
glæsilegur og vissi víst af því. Hann hlaut að hafa öðrum
hnöppum að hneppa en að bardúsa með drukknar götu-
stelpur.
Mér þótti átakanlegt, að góðsemi hans skyldi ekki fá tæki-
færi til að taka sig út.
— Ég á því ... því miður hvergi heima, sagði ég.
Það datt ofan yfir hann.
— Hvað segirðu, áttu ekki herbergi?
— Nei, sagði ég döpur.
Ungi maðurinn varð vandræðalegur.
— Viltu ekki fara í skjól? spurði hann. Þú verður gegn-
drepa.
— Jörðin er svo hlý, sagði ég afsakandi. —- Ég tími ekki
að standa upp. —
Það var kominn hópur manna, sem töluðu saman með
hávaða á gangstéttarbrúninni. Þeir ætluðu allir að hjálpa
mér.
Ungi maðurinn gafst ekki upp.
— Það er betra að vera í skjóli, sagði hann.