Árbók skálda - 01.12.1955, Síða 27
25
— Já, en ég á ekkert svoleiðis skjól, sagði ég. — Það eiga
þau aðrir.
Hópurinn skaut á fundi.
Sumir vildu fara með mig til lögreglunnar. Ég bað til guðs
í hljóði, að þeir létu mig nú ekki í dimma klefann.
Einn lagði til að þeir færu með mig heim til sín, en þegar
til kom, hafði enginn möguleika á því.
Ungi maðurinn kom nú alla leið út í grasið til mín, svo
innilega hjálpsamur, að það gekk mér til hjarta.
— Hvað get ég gert fyrir þig? spurði hann.
— Það getur enginn gert neitt fyrir mig, sagði ég angur-
vær. —
Allt í einu mundi ég, hvað hann gat gert og reis upp við
olnboga af feginleik.
Enn gat orðið góðverk úr þessu.
— Áttu eldspýtu?
Og ég þreifaði innundir brjósthaldarann eftir sígarettu-
stubbnum.
Á augabragði lá í lófa hans eldspýtnastokkur, sem aldrei
hafði verið tendraður eldur á, og pakki, sneisafullur af beztu
sígarettum heimsins.
Wellingtonstubburinn frá gamla, tannlausa drykkjumann-
inum missti skyndilega segulmagnið.
— Áttu þá nokkra sígarettu? spurði þessi faliegi maður og
rétti mér lýsandi hvíta stráheila sígarettu, töfrandi, dulmagn-
aða eins og hluta úr sigurverki. Mig kenndi til í hjartað, þegar
stærðar dropi féll á hana miskunnarlaust.
Mér datt í hug að stinga henni inn á mig og.geyma hana
hjá hinni, en þá var ungi maðurinn búinn að kveikja í henni
og hún var komin milli vara minna. Ilmandi reykurinn sog-
aðist út undir hörund.
Uti á vegarbrúninni þjörkuðu mennirnir um hver ætti að
bjarga mér og komust ekki að neinni niðurstöðu.
Regnið dundi látlaust, og ég furðaði mig á góðu innræti