Árbók skálda - 01.12.1955, Side 31
29
götuna til Jónu og leiða henni það íyrir sjónir, að svona
háttalag sé ekki hollt fyrir stúlku á hennar aldri og allra sízt
hana. Hann ætlar einnig að segja henni hver hann er. Það
hefur hann ekki gert ennþá, þó hann sé búinn að þekkja
hana og heilsa henni í næstum heilt ár. Hann ætlar að segja
henni, að hann sé hundrað prósent Norðurlandabúi. Það er
að segja, tuttugu og fimm prósent íslendingur, tuttugu og
fimm prósent Dani og tólf og hálft prósent af hverjum, Norð-
manni og Svía, Finna og Færeyingi. Samtals eitt hundrað
prósent Norðurlandabúi.
Já, þetta var hann búinn að draga of lengi að segja henni!
Hann er fullklæddur og flýtir sér niður og út. Þegar hann
kemur að hliðinu handan við þjóðveginn, tekur hann eftir
því, hvað það er hátt. Hann hafði ekki veitt því athygli fyrr
en nú, þó að hann hefði oft farið þar inn og út. Það er ekki
nema fyrir vel æfða leikfimismenn að stökkva yfir svona hátt
hlið. Og þessir hermenn, já, þeir hafa ekkert annað að gera en
að sofa hjá stúlkum, pressa buxurnar sínar, bursta skóna sína
og stökkva yfir hlið. Hann opnar hliðið, fer upp tröppumar
og ber að dymm. Jóna kemur út í gluggann á náttkjólnum.
Hvað viltu? spyr hún kuldalega.
Mig langar til að tala við þig.
Geturðu ekki valið einhvern annan tíma? Þú kemur fyrir
allar aldir. Hvað viltu mér?
Opnaðu, Jóna, ég þarf að tala við þig.
Nei, ég opna ekki. Komdu seinna og fáðu þér kaffisopa.
Hver kom út frá þér í morgun?
Út frá mér?
Svafstu hjá kana í nótt?
Hvaða spektarmál og veraldarvizku ertu að fara með? segir
hún og lokar glugganum og hverfur inn í herbergið.
Asbjöm ber aftur að dyrum, en hún anzar ekki. Loks heldur
hann til vinnu sinnar. Ýmsar hugrenningar um samskipti
hennar við setuliðsmenn líða fyrir hugskotssjónir hans.
Það líða nokkrir dagar. Jóna lætur sem hún sjái ekki Ás-