Árbók skálda - 01.12.1955, Page 32
30
bjöm, þegar þau mætast. Ásbjörn vinnur hjá setuliðinu og
reisir nýja skála. Hann vaknar klukkan sex og fær sér skerpu-
kjöt og horfir út um þakgluggann. Ungi Ameríkumaðurinn
heldur áfram að koma út frá Jónu á morgnana í sjöunda
himni og stekkur yfir hliðið.
Eitt kvöld, þegar Ásbjörn kemur úr vinnunni, stendur
Stefanía, kona húseigandans, í dyrunum og býður gott kvöld.
Hann tekur undir.
Þú hefur víst ekki tekið eftir því, hvort undirfötin mín voru
á snúrunni í morgun, þegar þú fórst í vinnuna?
Undirföt? spyr Ásbjöm hissa.
Já.Þetta vom alveg spánný undirföt, sem mér voru gefin
um daginn. Ég hengdi þau út til þerris í gærkveldi og gleymdi
þeim á snúrunni. En í morgun, þegar ég kom á fætur, voru
þau horfin.
Nei, ég tók bara ekkert eftir því, hvort þau voru á snúr-
unni í morgun.
Jæja, það þýðir víst ekkert að fást um það. Já, en meðan
ég man. Ég hef lengi ætlað að tala við þig um þessa lykt,
sem er í herberginu þínu, Ásbjörn.
Hvaða lykt?
Það er lykt, hræðileg lykt.
Ég finn enga lykt.
Finnurðu enga lykt? Það er skrýtið. Þú hlýtur að vera orð-
inn henni samdauna.
Hvemig er þessi lykt?
Herbergið þitt lyktar eins og feyraður mör.
Feyraður mör? Hvað er það?
Það lyktar eins og tólg, sem farin er að mygla. Og ég set
það í samband við þessa matarböggla, sem þú færð frá
Færeyjum.
Ég fæ engan mat frá Færeyjum nema skerpukjöt, en það
er mjög góð lykt af því.
Já, þama kemur það, segir Stefanía, lyktin er auðvitað af
þessu skarpakjöti.